Gleðilegt ár

List án landamæra óskar ykkur gleðilegs árs.

 Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á þátttöku í hátíðinni í vor.

 Nýárskveðjur


Gleðileg jól

List án landamæra óskar ykkur gleði og friðar jóla og farsældar á nýju ári.

Yfir bústað ykkar breiði

ár og friður vængi sína!

Jólin þangað ljúfust leiði

ljós, er foldarbörnum skína!

Ekki gull né auðlegð neina

ég úr fjarlægð þangað sendi,

en þá bæn að ástin hreina,

ykkur leiði móðurhendi.

Hulda


Úr formennskuáætlun Íslendinga í Norrænu Ráðherranefndinni

Menning án landamæra

Það er styrkur fyrir lýðræðið að gera sem flestum kleift að njóta menningar og lista, að taka þátt í listsköpun og sýna sköpunargleði. Íslendingar munu beina sjónum að þeim hópum sem alla jafna hafa ekki greiðan aðgang að listum og menningu eða þátttöku í listsköpun. Hafðar verða til hliðsjónar grunnreglur Sameinuðu þjóðanna um þátttöku fatlaðra til jafns við aðra sem samþykktar voru af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 20. desember 1993. Í reglu 10 er lögð áhersla á sköpunarþátt menningarstarfs og að tryggja beri að fatlaðir fái tækifæri til að styrkja sjálfsvitund sína og nýta sköpunargáfu sem og listræna og vitsmunalega hæfileika sína, ekki aðeins í eigin þágu heldur einnig í þágu samfélagsins. Auka þarf sýnileika þeirrar menningarstarfsemi og listsköpunar sem fer fram meðal fatlaðra og vekja athygli á henni. Stefnt er að því að skapa samfélagslegar og efnahagslegar aðstæður sem tryggi og efli lýðheilsu allra íbúa á Norðurlöndum. Mikilvægt er að fólk geti lifað heilbrigðu lífi og tekið réttar ákvarðanir um heilbrigði og heilsu. Oft þarf að nota óbeinar aðferðir til að árangur náist í að efla lýðheilsu. Listir og menning geta stuðlað að því að ná mikilvægum markmiðum í lýðheilsumálum, hvatt til heilsuræktar og stuðlað að forvarnaraðgerðum, t.d. í þágu fatlaðra. Menningin verður að vera aðgengileg sem flestum og menning fyrir  alla er því mikilvægt sjónarmið. Stefnt er að því að vinna að þverfaglegum heilsuræktar og forvarnarverkefnum á þessu sviði undir yfirskriftinni Heilsa og menning í samstarfi við heilbrigðisgeirann.

Verk að vinna

Íslendingar munu beita sér fyrir því að hugmyndin að baki lista- og menningarhátíðinni

List án landamæra verði kynnt annars staðar á Norðurlöndum og þróuð

miðað við aðstæður á hverjum stað. Til að stuðla að þessu verður listahátíðin á

Íslandi árið 2009 með norrænu ívafi.

Stefnt er að því að styrkja ljósmyndasýninguna Undrabörn, um hlutskipti fatlaðra barna, til að fara í sýningarferð um Norðurlöndin.Haldin verður ráðstefna um tungumál lítilla málsvæða og táknmál í samstarfi við  norræna menntasviðið. Þar verður m.a. fjallað um norræn tungumál á tímum alþjóðavæðingar, mikilvægi orðabóka og þess að þýða hugtök og heiti.Haldið verður Norðurlandamót í skólahreysti. Tilgangur verkefnisins er að efla áhuga barna og ungmenna á heilsutengdri þjálfun m.a til að vinna gegn vaxandi offitu. Stefnt er að því að kynna hugmyndafræðina að baki verkefninu á hinum norrænu löndunum

http://www.menntamalaraduneyti.is/menntamal/formennska/

http://www.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-PDF-Althjodlegt/Menntamal_islenska_Prentutgafa.pdf


Velkomin á sýningu

null

Myndlistarsýning Gígju Thoroddsen

-         Uppörvun í myndlist -

Mánudaginn 1. Desember mun Gígja Thoroddsen opna myndlistarsýningu í húsakynnum  Geðhjálpar að Túngötu 7 kl 13 – 16.

Myndlistarsýningin verður opin út desember 2008, frá 9 -14.

Gígja hefur numið myndlist við Myndlistaskóla Reykjavíkur, hjá Hring Jóhannessyni, Árósum og Vallkilde Lýðháskólanum í Damörku.

Gígja málar úr akríl og má sjá gull, silfur og kopar koma víða við sögu í myndlist hennar.

Vill hún með myndlist sinni uppörva fólk.

Verið hjartanlega velkomin.


ATH!!!

List án landamæra 2009
-
Vilt þú vera með?

-

Nú er undirbúningur hafinn fyrir List án landamæra 2009.  Samstarfsaðilar í stjórn hátíðarinnar eru sem áður: Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatlaðra, Átak, félag fólks með þroskahömlun, Hitt húsið, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp.

Hátíðin verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur síðasta vetrardag 22.apríl 2009 og mun standa fram í byrjun maí. Dagskráin er enn í mótun en meðal stærri atburða eru sýning í Listasal Mosfellsbæjar, sýningar og uppákomur í Norræna Húsinu, Handverksmarkaður og Geðveikt kaffihús, Gjörningur á vegum Átaks, Opnunarhátíð og samsýning í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dagskrá verður jafnframt á Akureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Selfossi og fleiri stöðum á landsbyggðinni.

Ef að þú hefur áhuga á þátttöku eða þekkir einhvern sem gæti haft áhuga þá máttu gjarnan setja þig í samband við okkur. Bæði er hægt að taka þátt í einhverjum af þeim atburðum sem við erum með á dagskrá eða að koma með nýjan atburð inn í dagskrána.
Hátíðin er hugsuð sem samstarfsverkefni og því ræðst dagskráin af þátttakendum.

Hugmyndir að atburðum eru: Opin hús, litlar listasýningar, tónleikar og tónlistaflutningur, upplestur á eigin efni, þátttaka í samsýningum ,leiklistarviðburðum og svo mætti áfram telja. Við getum aðstoðað eftir þörfum við skipulag og að finna aðstöðu fyrir atburði.

Hlökkum til að heyra frá ykkur.

Bestu kveðjur,
stjórn Listar án landamæra.

Sími: 691-8756

Nýjar (gamlar) myndir

Mikið af nýjum myndum á myndasíðum og sífellt að bætast við ; )

Fundur á Akureyri 19.nóvember

Annar fundur vegna Listar án landamæra á Norðurlandi verður haldinn miðvikudaginn 19.Nóvember

klukkan 10:30.

 Fundarstaður: Strandgata 29, þar sem Eyþing & menningarráðið er með sitt aðsetur


Opinn fundur á Suðurnesjum

OPINN FUNDUR UM LIST ÁN LANDAMÆRA 2009 - Suðurnes 

Sæl öll.

 

Nú er undirbúningur fyrir List án landamæra 2009 hafinn

Opinn fundur verður haldinn miðvikudaginn 12. Nóvember kl. 10:00


Staðsetning:  Bíósalur í Duushúsum, Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær

 

- List án landamæra er Listahátíð sem haldin er einu sinni á ári. Þar er pláss fyrir allskonar fólk og allskonar atriði, stór og smá.

- Fundurinn á miðvikudaginn er hugsaður til hugarflugs, umræðna og skoðanaskipta um
hugmyndir fyrir hátíðina 2009 á Suðurnesjum.

 

- Hátíðin 2008 var fjölmenn, bæði hvað varðar sýnendur og áhorfendur, í viðhengi  má sjá lýsingu á List án landamæra almennt sem og yfirlit yfir hátíðina 2008. Á heimasíðu okkar www.listanlandamaera.blog.is má sjá dagskrárbæklinga fyrri hátíða.

- Á fundinum verður farið yfir hvað hefur verið að gerast. Hvað liggur fyrir í vor?
Og síðast en ekki síst: Hvað vilja þátttakendur og skipuleggjendur sjá gerast.

 

- Við leitum að atriðum og þátttakendum, fötluðum og ófötluðum til samstarfs og þátttöku í hátíðinni 2009 sem hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 22.apríl (síðasta vetrardag) og stendur yfir í tvær vikur um allt land.

 

- Listafólk, aðstandendur listafólks, listnemar, leiðbeinendur, gallerýrekendur, leikhússtjórar, tónleikahaldarar, hugmyndasmiðir, smiðir  og aðrir sem áhuga hafa eru sérstaklega hvattir til að mæta.

- Mjög mikilvægt væri að sjá sem flesta á fundinum. Endilega sendið okkur línu á netfangið: listanlandamaera@gmail.com, fyrir mánudaginn 10. nóvember og látið vita um mætingu.

Bestu kveðjur og vonir um að sjá sem flesta,

Stjórn Listar án landamæra,
Margrét M. Norðdahl, framkvæmdastýra Listar án landamæra

Aileen Svensdóttir, fulltrúi Átaks

Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

Helga Gísladóttir, deildarstjóri hjá Fjölmennt í Reykjavík

Jenný Magnúsdóttir, deildarstjóri Sérsveitar Hins Hússins

Ása Hildur Guðjónsdóttir, fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands

Netfang: listanlandamaera@gmail.com
Símanúmer: 691-8756

List án landamæra / Art with out borders

List án landamæra / Art with out borders 

List án landamæra is an annual art festival in Iceland. It aims to promote the art of people with disabilities and to facilitate cooperation between people with and with out disabilities. Different parties work together on various art projects and to say the least, with great results in the past. This has led to greater understanding between people for the greater good for the whole community.

The festival has been held since 2003 and the number of participants and viewers has grown each year. In 2008 the festival consisted of over 30 events and projects. Fine art, arts and craft, theatre, music, dance and performances. Including a big exhibition from Finnish artists in the Nordic house in Reykjavík.

The festivals associates are: Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatlaðra, Átak, félag fólks með þroskahömlun, Hitt húsið, Öryrkjabandalag Íslands and Landssamtökin Þroskahjálp. These parties have, in co-operation with various groups, started this powerful festival which has made it's mark in the Icelandic cultural flora and broken down various barriers.

 

Next spring 2009 the Festival is planned to be held from April 22, to early May. It will mostly be held in the capital Reykjavík, but also  around the country in Akureyri, Borgarnes, Reykjanesbær, Selfoss, Vestmannaeyjar and Egilsstaðir.

In order to facilitate greater participation, events are organized in large and small, common and privat, spaces and accommodations.


We hope to build a cooperation between Iceland and the other Nordic countries in this field. Nordic people with disabilities have fewer oppertunities then others in bringing their art forward and exhibiting it in a common Nordic venue. The connection between Iceland and the Nordic countries in this matter is precious and it may open oppurtunities for Icelandic artists with disabilities to exhibit in other countries of the world. Our hope is that this cooperation will reach all the Nordic countries in the following years. Art of people with disabilities is seldom exhibited in Iceland, so the value of getting a foreign show to our festival is very important. Just as it is important to show foreign artist in our bigger galleries for the Icelandic culture all together.
 


Best regards, on behalf of List án landamæra,
Margrét M. Norðdahl.

www.listanlandamaera@gmail.com
www.listanlandamaera.blog.is
Tel.: 00354- 691-8756


Fundarboð

FUNDIR:

- Fundur verður um Handverkssýningu / sölu og Geðveikt kaffihús í Hinu Húsinu, miðvikudaginn 29.Október kl. 11:00.

 - Annar fundur verður um hátíðina á Akureyri, miðvikudaginn 19. Nóvember kl.10:30, fundarstaður auglýstur síðar.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband