Dásamlega Kaupmannahöfn og Karavana
19.3.2009 | 09:20
Í vor kemur hingað hópurinn Karavana frá Árósum í Danmörku. Hópurinn hefur starfað í 15 ár og samanstendur af atvinnuleikhúsi, hljómsveit og hópi myndlistafólks. Leikararnir, tónlistafólkið og myndlistamennirnir eru öll fatlað fullorðið fólk. Frá stofnun hefur Karavana verið virkur þátttakandi í menningarlífinu í Danmörku og skapað fjölmörg leikrit, tónverk og listaverk. Verk og uppsetningar hópsins eru sögð vera lifandi, hrífandi og aðgengileg. Þau eru mjög meðvituð um gæði og gera miklar kröfur til sjálfs sín. Þau nota verk sín og list til þess að hrífa áhorfendur með sér og bjóða þeim í einstakan og óvenjulegan heim, þar sem fjölbreytileiki, forvitni, hreyfanleiki og húmor ræður ríkjum. Þátttaka þeirra skiptist í annars vegar myndlistsýningu og hins vegar leikverk þar sem þau sýna sambland af leik og tónlist. Leikverkið ber heitið ´´Wonderful Copenhagen´´ eða Dásamlega Kaupmannahöfn. Þetta er hjartnæmt verk um drauma, ást og lifsgleði. Verkið er ferðalag þar sem ævintýri HC Andersen blandast draumum, þrám og sannri ást í nútímanum. Gestgjafi þeirra og gjöfull stuðningsaðili Listar án landamæra er Norræna Húsið.
Myndlistasýningin opnar laugardaginn 25.apríl klukkan 15:00 í sýningarsal Norræna Hússins í kjallara en gjörningurinn verður þriðjudaginn 28.apríl klukkan 19:30 í ráðstefnusal Norræna hússins á efri hæð. Í lok gjörningsins verður flutt áhugavert erindi um hópinn og starfsemi hans
Sýnendur í samsýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur
9.3.2009 | 12:20
Enn er pláss fyrir sýendur í samsýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Sýningin er á dagskrá Listar án landamæra í vor.
Endilega hafið samband: listanlandamaera@gmail.com
Dásamlega Kaupmannahöfn
23.2.2009 | 13:28
Karavana er hópur frá Árósum sem heimsækir okkur í vor. Þau ætla að setja upp myndlistasýningu í Norræna húsinu og sýna svo verk sitt: Wonderful Copenhagen. Hér fylgir lýsing á verkinu á ensku en við tækifæri þýðum við þetta á íslensku og birtum hér.
-
The Karavana group present their new music and theatre production
-
WONDERFUL COPENHAGEN
-
This is a heart-warming play about dreams, love and joie de vivre. The performance combines music and theatre presented by the KARAVANA musicians and actors. The play takes you on a journey where glimpses of Hans Christian Andersens fairy tales are mixed with images of dreams, yearning, and true love in the world of today. The KARAVANA group consists of a professional theatre, a band and a group of artists. The actors, musicians and artists are all disabled adults. During the past 15 years, KARAVANA has produced plays, music and works of art, which we have presented to local, national and international audiences. KARAVANAs work is lively, moving and accessible. Our productions and products are well crafted. We are quality conscious, using our art forms as a way of touching and engaging our audiences, inviting them, as we do, into a unique and untypical universe, bursting with diversity, enquiry, movement and humour.
Fundir í Reykjanesbæ og á Akureyri 18.febrúar
11.2.2009 | 13:55
Á Akureyri verður fundur miðvikudaginn 18.febrúar klukkan 11:00.
Fundarstaður; Rósenborg 3 hæð til vinstri þegar komið er upp lyftuna, í herbergi í enda gangsins,
Fundur á Suðurnesjum, miðvikudaginn 18.febrúar klukkan 15:00
Fundarstaður: í Duushúsum.
Allir áhugasamir um List án landamæra hvattir til að mæta.
Sjeikspír Karnival Halaleikhópsins
3.2.2009 | 14:15
Halaleikhópurinn kynnir:
Þann 31. janúar s.l. frumsýndi Halaleikhópurinn leikritið
Sjeikspírs Karnival, í leikgerð og leikstjórn Þrastar
Guðbjartssonar. Þetta er ærslafullur gamanleikur, sem gerist á einum
sólarhring í Illiríu, á Karnivali hjá Orsínó greifa.
Halaleikhópurinn var stofnaður 27. september 1992 með það að markmiði að iðka
leiklist fyrir alla og hefur starfað óslitið síðan.
Á þessum árum sem liðin eru frá stofnun Halaleikhópsins, hafa verið settar upp
sýningar á hverju ári og stundum fleiri en ein og hafa þær jafnan vakið mikla athygli.
Það má segja að Halaleikhópurinn, hafi opnað nýja vídd í starfi leikhópa hér á landi,
þar sem fengist er við leiklist á forsendum hvers og eins.
Sýnt er í Halanum, Hátúni 12, 105 Reykjavík. (Gengið inn að norðanverðu) Nánari
upplýsingar er að finna á vef Halaleikhópsins www.halaleikhopurinn.is
Fundur á Akureyri og í kjallara Hins Hússins
3.2.2009 | 09:35
Sæl öll.
Huglist ætlar að sjá um næsta fund á vegum Listar án landamæra á Norðurlandi.
Fundurinn verður þann 4.febrúar (næsta miðvikudag), klukkan 11:00
Fundarstaður; Rósenborg 3 hæð til vinstri þegar komið er upp lyftuna, í herbergi í enda gangsins,
Endilega látið vita með mætingu.
Bestu kveðjur Margrét, og Finnur hjá Huglist.
-
-
Fundur verður miðvikudaginn 4.febrúar klukkan 11:00, í kjallara Hins Hússins
vegna Geðveiks kaffihúss og Handverksmarkaðar.
Áhugasamir eru hvattir til að mæta.
Fundur á Egilsstöðum 6.febrúar klukkan 12
27.1.2009 | 09:44
Fundur verður á Egilsstöðum föstudaginn 6.febrúar klukkan 13.
Látið vita ef þið hafið áhuga á því að mæta: listanlandamaera@gmail.com
Fundurinn verdur i Sláturhúsinu/ menningarsetri og hefst kl. 13.00.
Fundur á Suðurnesjum, þriðjudag 20.janúar kl.10
19.1.2009 | 14:00
Fundur þriðjudaginn 20.01. kl.10:00 í Duushúsum.
Allir áhugasamir um List án landamæra hvattir til að mæta.
Fundur á Sólheimum 12. janúar
6.1.2009 | 10:40
Kynningarfundur um hátíðina verða á Sólheimum í Grímsnesi mánudaginn 12. janúar kl.13:30.
Kynningarfundur verður á Egilsstöðum föstudaginn 6. febrúar kl.12:00.
Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku.