Opinn fundur á Akureyri 15.október
8.10.2008 | 10:14
-
Sæl öll.
Nú er undirbúningur fyrir List án landamæra 2009 hafinn
Opinn fundur verður haldinn á Akureyri miðvikudaginn 15. október kl. 10:30
Staðsetning: 2. hæð í Ráðhúsinu (Geislagötu 9)
- Mjög mikilvægt væri að sjá sem flesta á fundinum. Endilega sendið okkur línu á netfangið: listanlandamaera@gmail.com, fyrir mánudaginn 13. október og látið vita um mætingu.
Bestu kveðjur og vonir um að sjá sem flesta,
Stjórn Listar án landamæra,
Margrét M. Norðdahl, framkvæmdastýra Listar án landamæra
Aileen Svensdóttir, fulltrúi Átaks
Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
Helga Gísladóttir, deildarstjóri hjá Fjölmennt í Reykjavík
Jenný Magnúsdóttir, deildarstjóri Sérsveitar Hins Hússins
Ása Hildur Guðjónsdóttir, fulltrúi Öryrkjabandalags ÍslandsÚr 30. grein samnings Sameinuðu þjóðana um réttindi fólks með fötlun
8.10.2008 | 09:57
-
Í 30. grein er fjallað um þátt-töku í menningar-lífi, tóm-stundum og íþróttum:
· Fatlað fólk hefur sama rétt og aðrir til að taka þátt
í menningar-lífi. Til dæmis eiga sjón-varps-þættir,
kvik-myndir og leik-hús og annað menningar-efni að
vera að-gengilegt fyrir alla
· Passa þarf að fatlað fólk hafi að-gengi að stöðum
þar sem menning fer fram, til dæmis í leik-húsum,
söfnum, kvik-mynda-húsum, bóka-söfnum og upp-
lýsinga-stöðum fyrir ferða-menn.
· Nýta á að skapandi og list-rænir hæfi-leikar fatlaðs
fólks gerir þjóð-félagið ríkara.
-
Verið velkomin á opinn fund
16.9.2008 | 11:01
OPINN FUNDUR UM LIST ÁN LANDAMÆRA 2009
Sæl öll.
-
Nú er undirbúningur fyrir List án landamæra 2009 að hefjast.
Opinn fundur verður haldinn miðvikudaginn 24. september kl. 14:30
-
-Staðsetning: Fundarsalur í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík
-
- List án landamæra er Listahátíð sem haldin er einu sinni á ári. Þar er pláss fyrir allskonar fólk og allskonar atriði.
-
- Fundurinn á miðvikudaginn er hugsaður til hugarflugs, umræðna og skoðanaskipta um
hugmyndir fyrir hátíðina 2009.
-
- Hátíðin 2008 var fjölmenn, bæði hvað varðar sýnendur og áhorfendur, í viðhengi má sjá lýsingu á List án landamæra almennt sem og yfirlit yfir hátíðina 2008. Á heimasíðu okkar www.listanlandamaera.blog.is má m.a. sjá dagskrárbæklinga fyrri hátíða.
-
- Á fundinum verður farið yfir hvað hefur verið að gerast. Hvað liggur fyrir í vor?
Og síðast en ekki síst: Hvað vilja þátttakendur og skipuleggjendur sjá gerast.
-
- Við leitum að atriðum og þátttakendum, fötluðum og ófötluðum til þátttöku í hátíðinni 2009 sem hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 22.apríl (síðasta vetrardag) og stendur yfir í tvær vikur.
-
- Listafólk, aðstandendur listafólks, listnemar, leiðbeinendur, gallerýrekendur, leikhússtjórar, tónleikahaldarar, hugmyndasmiðir, smiðir og aðrir sem áhuga hafa eru sérstaklega hvattir til að mæta.
-
- Mjög mikilvægt væri að sjá sem flesta á fundinum. Endilega sendið okkur línu á netfangið: listanlandamaera@gmail.com, fyrir mánudaginn 22. september og látið vita um mætingu.
Bestu kveðjur og vonir um að sjá sem flesta,
Stjórn Listar án landamæra,
Margrét M. Norðdahl, framkvæmdastýra Listar án landamæra
Aileen Svensdóttir, fulltrúi Átaks
Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
Helga Gísladóttir, deildarstjóri hjá Fjölmennt í Reykjavík
Jenný Magnúsdóttir, deildarstjóri Sérsveitar Hins Hússins
Netfang: listanlandamaera@gmail.com
Símanúmer: 691-8756
Nýjar myndir
17.7.2008 | 14:45
Nýjar myndir eru komnar á myndasíður bloggsíðunnar og fleiri bætast við hægt og bítandi ; )
Aðrar myndasíður sem tenglar eru á, virka því miður ekki.
Bestu kveðjur, List án landamæra
Ísak Óli í Gallerý Tukt
16.5.2008 | 11:22
Í dag föstudaginn 16.maí opnar Ísak Óli Sævarsson einkasýningu í Gallerý Tukt.
Þar sýnir hann myndir af mörgum þekktum karakterum eins og Barbapabba, Einari Áskel, strumpunum og Tinna og Tobba.
Sýningin opnar kl.16 og eru allir velkomnir
Gallerý Tukt er í Hinu Húsinu í Pósthússtræti 3-5
Hátíð lokið
13.5.2008 | 21:32
Þá er formlegri dagskrá Listar án landamæra lokið þetta árið.
Enn standa þó yfir nokkrar sýningar:
Huglist og verk Ingvars Ellerts Óskarssonar eru til sýnis í Safnasafninu á Svalbarðsströnd fram á haustið.
Fjölmennt sýnir í Amtsbókasafninu á Akureyri og er sýningin opin til loka júní.
Sýning Guðrúnar Bergsdóttur á Mokka stendur til 17.maí
Í Norræna Húsinu sýnir finnskt listafólk, Fjölmennt og Fjölbraut í Garðabæ og stendur sýningin til mánaðarmóta maí/júní.
Að auki opnar sýning Ísaks Óla Sævarssonar í Gallerý Tukt um næstu helgi, laugardaginn 17.maí kl.16.
Vorhátíð á Kleppi 7.maí og Opið hús í Skálatúni 8.maí
7.5.2008 | 12:39
Vor-hátíð á Kleppi
Fögnum sumrinu saman með grilli og gleði.
Miðvikudaginn 7. maí 2008, kl. 15-18 verður haldin vorhátíð í garðinum á Kleppi.
Boðið verður upp á grillaða hamborgara, kók og pylsur.
Geir Ólafsson, söngvari og Róbert örn Hjálmtýsson trúbador og söngvari hljómsveitarinnar Ég, halda uppi fjörinu og gefa vinnu sína í þágu góðs málefnis.
Ýmsir listamenn sýna verk sín.
Opið Hús hjá Skála-túni
Tími: 12:00 18:00 (12-6)
Skálatún, 270 Mosfellsbær
www.skalatun.is
Dagþjónusta er samþætt á Skálatúni og skiptist í vinnustofur, dagdvöl og hæfingu og er markmiðið að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Þar er rekið gallerý með fallegum listmunum sem allir taka þátt í að skapa. Opið er virka daga frá kl: 8-15.30
Opið hús í Iðjubergi 6-8 maí
6.5.2008 | 10:54
6.maí, þriðjudagur
Opið Hús hjá Iðju-bergi dagana 6 8.maí
Tími: 9:30-11:30 og 13:30-15:30
Iðjuberg, Gerðubergi 1, 111 Reykjavík
Iðjuberg er dagþjónusta og verndaður vinnustaður fyrir fjölbreyttan hóp fatlaðra á aldrinum 25 ára og uppúr. Boðið er upp á heils dags-og hálfs dags störf.Listiðja stendur öllum til boða. Þar er áhersla lögð á að tilboð séu við hæfi. þar eru unnin margvísleg verkefnin. Þæfing úr ull, málun, skartgripagerð, keramikvinna, og samvinnuverkefni með hæfingunni. Öll tilboð miðast við getu og áhuga þjónustuþeganna.
Opið hús í Ásgarði og vortónleikar Fjölmenntar 5.maí
5.5.2008 | 08:47
Ás-garður hand-verkstæði, opið hús
5 7. maí
Tími: 13:00 15:30 (1- hálf 4)
www.asgardur.is
tilvalið fyrir alla þá sem vilja kynnast Ásgarði og starfsmönnum þess að
koma og ræða við listamenn Ásgarðs um leikföngin og þeirra listsköpun.
Tón-leikar Fjöl-menntar í Salnum
Tími: 18:00 (6)Salurinn, Kópavogi
www.fjolmennt.is
Fram koma: Hljómsveitin Plútó ásamt hljómsveitinni Hraðakstur Bannaður, Hrynsveitin, Tónakórinn og söngsveitin Prins Póló. Þá verða einnig einsöngur og ýmsir einleikarar sem leika m.a. á píanó, blokkflautu, gítar, munnhörpu, o.fl.
Sérsveitin í Hinu Húsinu 3.maí
2.5.2008 | 12:10
Myndlista sýning verður opnuð í kjallara Hins Hússins að Pósthússtræti 3 5 laugardaginn 3.maí klukkan 13.00.
Sýndar verða ljósmyndir og málverk úr starfi Sérsveitarinnar í vetur.
Sýninginn verður opinn á opnunartíma Hins Hússins frá klukkan 9.00 17.00 og stendur til 9. maí.