Klassískir tónleikar í Listasal Mosfellsbæjar, Kaffi Manía á Húsavík og Fjölmennt á Amtsbókasafninu
9.5.2009 | 15:46
09. maí, laugar-dagur
Klassískir einsöngs-tónleikar í
samstarfi Fjölmenntar og Söng-skóla
Sigurðar Demetz
Tími: 15 (3)Lista-salur Mosfells-bæjar
Kjarna, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær.
Innangengt er í salinn úr Bókasafni Mosfellsbæjar.
Nemendur frá Fjölmennt og Söngskóla Sigurðar Demetz halda sameiginlega tónleika. Fram koma 12 einsöngsnemendur og syngja sígild lög eftir ýmis tónskáld.
Söngvarar frá Fjölmennt:
Elín Helga Steingrímsdóttir, Hildigunnur J. Sigurðardóttir, Linda Rós Pálmadóttir, Magnús Paul Korntop, Marta Sóley Helgadóttir, Þórey Rut Jóhannesdóttir.
Söngvarar frá Söngskóla Sigurðar Demetz:
Aileen Soffía Svendsdóttir, Eva Hrönn Guðnadóttir, María Rut Baldursdóttir, Valborg Steingrímsdóttir, Kristján Ingi Jóhannesson, Jóhann Axel Schram Reed.
Píanóleikarar eru Jón Sigurðsson, Keith Reed og Ari Agnarsson.
Kaffi Manía
Tími: 14:00 22:00 ( 2 10 )Setrið geðræktar-miðstöð, Árgötu 12, 640 Húsavík.
Í Setrinu verður opið kaffihús laugardaginn 9. maí. Hægt verður að kaupa ,,geðveikar kökur og kaffi á geðveiku verði og til skemmtunar verður lifandi tónlist, ljóðalestur, happdrætti og fleiri uppákomur. Til sýnis verða myndir, handgerðir skartgripir og fleira eftir notendur í Setrinu.
Sýningin verður opin áfram dagana 11.-13. maí frá l. 12:00-16:00.
Norður-heims-skautið
Sýning nemenda í Fjöl-mennt í Amts-bókasafninuTími: 14:00 ( 2 )
Amtsbókasafnið, Brekkugata 17, Akureyri.
Hér sýnir litríkur hópur fólks með einstaka hæfileika. yndlistarstofan er okkar tilraunastofa, þar vinnum við mð mismunandi efni eins og birki, ösp, pappamassa og leir Sumir eru nýjungagjarnir og vilja stöðugt leita nýrra eiða meðan aðrir eru mjög íhaldsamir í myndsköpun sinni. Myndlistin gefur okkur svigrúm, kennir okkur að hugsa nýjar hugsanir og forma hugmyndir okkar, deila þeim með öðrum og gera þær sýnilegar.Sýningin stendur til 30. júní og er opin alla daga nema sunnudaga.
Sýnendur eru:
Sandra Magnúsdóttir, Birgir Sveinarsson, Aðalbjörg Baldursdóttir, Anna María Ingólfsdóttir, Anna Ragnarsdóttir, Edvin Steingrímsson, Elísabet Emma Hannesdóttir, Elma Berglind Stefánsdóttir, Guðmundur Adolfsson, GuðrúnKáradóttir, Gunnhildur Aradóttir, Heiðar Hjalti Bergsson, Jón Kristinn Sigurbjörnsson, Kristín Björnsdóttir, Magnús Ásmundsson, Nanna Kristín Antonsdóttir, Örn Arason,Matthías Ingimarsson, Pétur Pétursson, Pétur Jóhannsson, Sigrún Baldursdóttir, Símon Hólm Reynisson, SævarBergsson, Telma Axelsdóttir, Þorsteinn Stefánsson, Kristinn Páll Auðunsson, Kristín Ólafsdóttir Smith, SigurlaugHreinsdóttir, Arnþór Þorsteinsson, Erla Franklin, Ingimar Valdimarsson og Vignir Hauksson. Kennari þeirra er Brynhildur Kristinsdóttir.
Norðurheimsskauti
Leik-hópurinn Hugsana-blaðran
Sýnir hluta af tilraunaverkefni sem inniheldur söng og leiklist við opnun sýningar í Amtsbókasafninu.
Leikendur eru: Nanna Kristín Antonsdóttir, Elma Berglind Stefánsdóttir. Telma Axelsdóttir. Jón Óskar Ísleifsson, Heiðar Hjalti Bergsson, Gunnhildur Aradóttir, Kristín Ólafsdóttir Smith. Kennarar eru Aðalsteinn Bergdal og Heimir Bjarni Ingimars.
Handverk og Kaffi í Miðjunni á Húsavík í dag föstudag
8.5.2009 | 09:32
Handverks-sýning með kaffihúsa-blæ
Tími: 13:00 17:00 ( 1 5 )Miðjan, Garðars-braut 21 (gamla póst-húsið)
640 Húsavík
Sýning á verkum notenda og starfsfólks Miðjunnar. Tónlist verður í höndum notenda auk þess boðið er upp á kaffiveitingar.
Glæsilegt handverk í Hæfingarstöðinni
7.5.2009 | 09:30
07. maí, fimmtu-dagur
Opið hús í Hæfingar-stöðinniTími: 09:00 15:00 ( 9 3 )
Hæfingar-stöðin við Skógar-lund, Akureyri
Föstudaginn 7.maí frá 9-15 verður opið hús í Hæfingarstöðinni við Skógarlund. Hæfingarstöðin er dagþjónusta fyrir fullorðið fatlað fólk. Búðin verður opin, þar er hægt að versla frumlegt handverk úr leir, gleri, ull, tré og pappír, allt á viðráðanlegu verði. Kaffi á könnunni og allir hjartanlega velkomnir.
Stjarnan mín, Hótel Hrollsstaðir og Söngkeppni Tipp Topp 6.maí
5.5.2009 | 11:54
Stjarnan mín
Á sýningunni Stjarnan mín sameinast stjörnur barna úr frístundaheimilum Kringlumýrar. Frístundaheimilin eru Gulahlíð, Álftabær, Glaðheimar, Krakkakot, Laugarsel, Neðstaland, Sólbúar og Vogasel. Öll börnin gera sína eigin stjörnu sem er einstök og öðruvísi. Í gegnum það ferli var rætt um hvað við erum öll einstök en samt eins. Stjörnurnar sameinast svo í einu verki sem er risastór hnöttur sem mun hanga til sýnis í Borgarbókasafninu. Sýningin opnar klukkan 15 og stendur til
Hótel Hrollsstaðir
Leikhópurinn Tjarnarhópurinn sýnir Hótel Hrollsstaði í Iðnó í dag klukkan 16:30 (hálf 5).
Þetta er hryllingsleikrit sem leikendur sömdu sjálfir.
Leikendur eru
Andri Freyr Hilmarsson, Arnbjörg Magnea Jónsdóttir, Auðun Gunnarsson, Ástrós Yngvadóttir, Bjarki Erlingsson, Edda Sighvatsdóttir, Elín Ólafsdóttir, Gísli Björnsson, Guðmundur Stefán Guðmundsson, Hildur Sigurðardóttir, Halldóra Jónsdóttir, Halldór Steinn Halldórsson, Íris Björk Sveinsdóttir, Rut Ottósdóttir og Sigurgeir Sigmundsson. Kennarar: Anna Brynja Baldursdóttir,Guðlaug María Bjarnadóttir og
Guðný María Jónsdóttir.
Söng-keppni Tipp Topp
Tipp Topp, félagsmiðstöð fyrir fatlaða heldur sína árlegu söngkeppni í kjallara Hins Hússins. Gefin verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, ásamt því verða veitt verðlaun fyrir flottasta búninginn og flottasta atriðið.
Húsið opnar kl. 17.00, keppnin hefst kl. 19.00 og húsið lokar kl. 22.00.
KALLI25
Sýning Karls Guðmunds-sonar í Gallerí Ráðhúsi
Tími: 12:00 (12)
Gallerí Ráðhús, Akureyri
Karl Guðmundsson (Kalli) hefur lagt stund á myndlist frá
unga aldri. Í mörg ár hefur Karl komið á vinnustofu Rósu
Kristínar Júlíusdóttur kennara og myndlistakonu þar sem
þau hafa unnið saman að listsköpun, bæði sem kennari
og nemandi en fyrst og fremst sem félagar og vinir í
listinni. Þau hafa haldið sameiginlegar listsýningar og tekið
þátt í margskonar samsýningum. Einnig hafa þau haldið
fyrirlestra um samvinnu sína í tengslum við sýningarnar og
á ráðstefnu um menntamál.
Karl er alvarlega mál- og hreyfihamlaður ungur maður
sem býr yfir góðum skilningi. Þrátt fyrir fötlun sína tekst
Kalla að koma til skila þeirri næmu listrænu tilfinningu sem
býr innra með honum. Hann útskrifaðist af myndlistabraut
Verkmenntaskólans á Akureyri vorið 2007 og hefur ekki
slegið slöku við í myndlistinni. Vorið 2008 tók hann þátt í
listahátíðinni List án Landamæra með sýningunni Snúist í
hringi sem var í Ketilhúsinu á Akureyri.
Verkin á sýningunni KALLI25 eru unnin með olíulitum á
bókbandspappa.
Egilsstaðir 3.maí
2.5.2009 | 21:58
Dagskrá á Egilsstöðum 3.maí
Lista-hátíð í Slátur-húsinu á Egils-stöðum
Tími: 14 18 ( 2 6)
Ævin-týrið Leik-list kl. 14:00
Leiksmiðja fyrir fatlaða þar sem grunnþemað er ÆVINTÝRI.
Lista-smiðja Leik/Mynd
Listasmiðjan Leik/Mynd er unnin í samstarfi við listasmiðjuna Ævintýrið Leiklist.
Danssýning barna úr Hallormsstaðaskóla kl. 15:00
Sýning barna 6-9 ára á ýmsum dönsum.
Huggulega hljómsveitin kl. 15:30
Tónlistarflutningur mjög huggulegrar hljómsveitar í geðveika kaffihúsinu. Tónlistarmennirnir Óðinn Gunnar, Matti, Kati, James og Xabi leika af fingrum fram.
Anna Thastum, trommudansari frá Grænlandi flytur seiðmagnaðan grænlenskan gjörning kl. 16:00
Ekki missa af þessum einstaka viðburði frá góðum nágranna okkar frá Grænlandi.
Geð-veikt kaffi-hús opið kl. 14-18
Boðið verður upp á ljúffengar veitingar, ljóðaupplestur og fl. óvænt. Sala á fallegu handverki frá Stólpa. Prjónar, læknasloppar og spennitreyjur velkomnar!
Ýmsir íbúar sveitarfélagsins, skjólstæðingar Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, nemendur grunnskólanna á Fljótsdalshéraði og Menntaskólans á Egilsstöðum búa til sjálfsmyndir úr ólíkum efnivið og sýna afrakstur í Sláturhúsinu. Leir-list
Leirlistarsýning nemenda Anne Kampp leirlistakonu.
Fallegir gripir til sýnis og sölu.
Frjáls eins og fuglinn
Stutt námskeið var haldið 4. apríl þar sem um 60 þátttakendur bjuggu til fugla úr þæfðri ull, vír, silki, pappír o.fl. Í framhaldi af námskeiðinu birtast fuglarnir á óvæntum stöðum á Egilsstöðum fram að 3. maí sem boðberar friðar og sköpunarfrelsis persónunnar.
List án landamæra um allt land um helgina - Sjáið dagskrárbæklinginn hér til hliðar
1.5.2009 | 21:49
Fjölbreytt dagskrá er um allt land alla helgina ; )
Sýning Outsider art hópsins er opin í Landnámssetrinu í Borgarnesi og Listakaffi er opið á Ísafirði.
Í Reykjavík á laugardaginn verður Geðveikt kaffihús og handverksmarkaður í Hinu húsinu. Opnunarhátíð verður á Akureyri 2. maí og fjölbreytt dagskrá hefst um allt Norðurland. Sunnudaginn 3.maí er mikil og skemmtileg dagskrá á Egilsstöðum.
Geðveikt kaffi-hús og Handverks-markaður
Tími: 12 - 17
Kjallari Hins Hússins, Pósthús-stræti 3-5, Hjólastólainngangur er Hafnar-strætis-megin.
Hugarafl sér um Geðveika kaffihúsið og býður upp á valdeflandi bakkelsi, seiðandi söng og klikkað kaffi í léttri jazzsveiflu. Á handverksmarkaðnum má sjá og kaupa glæsilegt handverk frá m.a. Bjarkarási, Gylfaflöt, Iðjubergi, Iðjuþjálfun á Kleppi og Ásgarði.
Dagskrá á Norðurlandi 2.maí
Rið
Opnun sýningar Finns Inga Erlends-sonar á Bláu könnunni
Tími: 11:30 ( hálf 12)
Bláa Kannan, Hafnar-stræti 96, Akureyri.
Safna-safnið á Svalbarðs-strönd
Tími: 13:00 ( 1 )
Svalbarðs-strönd, 601 Akureyri
Safn-vörður Hug-listar
Bílastæði: 2. maí - 6. september 2010.
Huglist afhjúpar safnvörð á bílaplani safnsins. Höfundar
eru: Brynjar Freyr Jónsson, Finnur Ingi Erlendsson,
Ragnheiður Arna Arnarsdóttir, Stefán J. Fjólan og Vihjálmur Ingi Jónsson
Birtingar mynd-Ímynd-Sjálfsmynd
Langisalur: 2. maí - 10. júlí
Birtingarmynd-Ímynd-Sjálfsmynd: Óhreinu börnin hennar Evu.
Vinnustofan Ás - hvít handklæði með vélsaumuðum
myndum af starfsfólkinu.
Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðseyri - ljósmyndir af
börnum að drullumalla.
Fólk og dýr úr leir
Miðrými: 4. apríl - 6. September
Safneign
Ókunnir höfundar, vistmenn á Kleppsspítala ca. 1975-1995.
Dagskrá í Ketil-húsinu
Tími: 15:00 ( 3)
Ketil-húsið, Lista-gilinu, Akureyri
Vappað inní vorið
Sýning Hug-listar hópsinsTími: 15:00 ( 3)
Ketil-húsið
Sýnendur eru: Ragnheiður Arna Arnarsdóttir, FinnurIngi Erlendsson, Vilhjálmur Ingi Jóhannsson, Hallgrímur Siglaugsson, Stefán J Fjólan og Brynjar Freyr Jónsson.
Hátíðleg opnun í Ketil-húsinu
Tími: 15:00 ( 3 )
- Ávarp og formleg setning hátíðar-innar á Norður-landi
- Finnur Erlendsson flytur frum-samið lag í tilefni dagsins
- Inúítaflétta. Frum-flutningur tón-verks eftir Jón Hlöðver Áskelsson.
- Ljóða-upplestur. Stefán Fjólan.
- Trommu-hringur í umsjón Tónlista-skólans á Akureyri.
Trommu-dansari frá Græn-landi
Sérstakur gestur hátíðarinnar er Anna Thastum frá Grænlandi. Hún flytur magnaða særingatrommudansa í Deiglunni klukkan 16:30 og 17:30
Fjöl-breytt tónlistar-hátíð
Tími: 21:00 ( 9 )
Ketilhúsið
- Tónlistartilraun Nr 1, Finnur Erlendsson og Brynjar Freyr Jónsson spinna verk á gítara.
- Ragnheiður Arna Arnarsdóttir og Stefán J Fjólan lesa ljóð.
- Popphljómsveitir, nemenda úr Tónlistarskólanum á Akureyri.
- Finnur Erlendsson flytur eigin lög.
- Hljómsveitin Skakkamanage heldur uppi stuði.
Opið hús og kaffi-sala í Lautinni
Tími: 16:00 18:00 ( 4 6)
Lautin, Brekkugata 34, Akureyri
Opið hús í Laut, athvarfi Rauða kross Íslands. Kaffisala og spjall.
Sam-sýning í Fjalla-byggð
Tími: 13:00 ( 1 )
List-hús Fjalla-byggðar í Ólafs-firði og Ráð-húsinu á Siglufirði.
Sýnendur frá Siglufirði: Starfsmenn Iðju-Dagvistar, Handverkskonur í Kvennasmiðjunni, Félagar í Sjálfsbjörg. Handverkskonur í Galleríi Sigló, Listakonan Abbý Arnfinna Björnsdóttir.
Sýnendur frá Ólafsfirði: Myndlistarkonan Garún Guðrún Þórisdóttir, leirlistarkonan Hófý Hólmfríður Arngrímsdóttir og myndlistarkonan Kristjana R. Sveinsdóttir.
Samsýning í Ráðhúsinu
29.4.2009 | 15:24
Fimmtudaginn 30.apríl kl.17 (5) opnar árleg samsýning Listar án landamæra í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fjölmargt listafólk sýnir fjölbreytt verk og salurinn iðar af lífi.
Meðal verka er taflborð og taflmenn úr gleri, stórt smyrnað verk af forseta vor og frú hans, fjölbreytt málverk, handgerðar brúður hengdar á risastóran tréskúlptúr, teiknimyndasögur,teikningar, skúlptúrar, kertainnsetning, og ákflega töff áprentaðir bolir og sokkar. Við opnunina kemur fram grænlenskur trommudansari, Anna Thastum frá Kulusuk og flytur kynngimagnaðan gjörning og Valur Höskuldsson ljóðskáld les úr verkum sínum.
Sýnendur eru: Hermann Guðjónsson, Hringur Úlfsson, María Strange, Helga Jóhannsdóttir, Björn Sölvi, Aðalsteinn Bjarni Björnsson, María Dröfn Þorláksdóttir,Ari Svavar Guðmundsson, Garðar Reynisson, Ingvar Þór Ásmundsson, Steinunn Jóhannsdóttir, Bryndís Ósk Gísladóttir, Sigríður Huld Ragnarsdóttir, Sigurgeir Atli Sigumundsson, Vigdís Bjarnadóttir, Erna Sif Kristbergsdóttir, Agnar Guðni Guðnason, Erla Grétarsdóttir, Gígja Thoroddsen, Ármann Kummer Magnússon, Óskar Viekko Brandsson, Stefán Júlíus Arthursson. Margeir Þór Hauksson, Sigtryggur Einar Sævarsson, Friederike Hesselmann, Linda Rós Lúðvíksdóttir, Halldór Dungal, hópur frá Bjarkarási og Ásgeir Valur Sigurðsson.
Lækur, Karavana og Sólheimakórinn
27.4.2009 | 22:30
28.apríl, þriðju-dagur
Lækur á Café Aroma
Tími: 14:00 (2)
Café Aroma, Firði, 200 Hafnarfjörður
Lækur er staður fyrir fólk sem átt hefur við geðraskanir að stríða. Lækur stendur við lækinn í Hafnarfirði þar sem fuglalíf er fjölbreytt. Þeir sem standa að Læk eru Rauði kross Íslands, Hafnarfjarðarbær og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Rekjanesi. Markmið Lækjar er að draga úr félagslegri einangrun og styrkja þannig andlega og líkamlega heilsu. Mikil áhersla er lögð á menningu og listir í starfsemi Lækjar.
Sýndar verða myndir frá námskeiði sem staðið hefur frá 12. mars 2009 í Læk.
Kennari á þessu námskeiði er Kristinn Elíasson myndlisarmaður. Þeir sem taka þátt í sýningunni er Elín Dóra Elíasdóttir, Anna Lísa Sigurðardóttir, Ester Landmark, Guðrún Guðlaugdóttir, Svava Ingþórsdóttir, Ragnhildur Siggeirdóttir og Hildur Dögg Guðmundsóttir
´´Wonderfull Copenhagen´´ - Dásamlega Kaup-manna-höfn í Norræna HúsinuTími: 19:30 ( hálf 8)
Norræna Húsið, Sturlu-götu 5 ( Í Vatns-mýrinni)
Frítt er á sýninguna
Karavana frá Árósum í Danmörku sýnir verkið Dásamlega Kaupmannahöfn. Hópurinn hefur starfað í 15 ár og samanstendur af atvinnuleikhúsi, hljómsveit og hópi myndlistafólks. Leikararnir, tónlistafólkið og myndlistamennirnir eru öll fatlað fullorðið fólk. Frá stofnun hefur Karavana verið virkur þátttakandi í menningarlífinu í Danmörku og skapað fjölmörg leikrit, tónverk og listaverk. Verk og uppsetningar hópsins eru sögð vera lifandi, hrífandi og aðgengileg. Þau eru mjög meðvituð um gæði og gera miklar kröfur til sjálfs sín. Þau nota verk sín og list til þess að hrífa áhorfendur með sér og bjóða þeim í einstakan og óvenjulegan heim, þar sem fjölbreytileiki, forvitni, hreyfanleiki og húmor ræður ríkjum.
Þátttaka þeirra skiptist í annars vegar myndlistasýningu og hins vegar leikverk þar sem þau sýna sambland af leik og tónlist. Leikverkið ber heitið ´´Wonderful Copenhagen´´ eða Dásamlega Kaupmannahöfn. Þetta er hjartnæmt verk um drauma, ást og lifsgleði. Verkið er ferðalag þar sem ævintýri HC Andersen blandast draumum, þrám og sannri ást í nútímanum.
Þátttakendur eru:
Hans Peter Knudsen, Hanne Bitten Pedersen, Gidda Stadager, Karin Iversen, Torben Hedegaard, Søren Koopman, Henrik Dalsgaard, Kenneth Gammelgaard Jensen, Lisbeth Handberg, Niels Christian Grøn, Bent kehlet, Henrik Harry Danielsen, Sonja Fugl, Erik Nielsen, Pia Bech Andersen, Pia Wulff Laursen, Uffe Diettmer, Hans Nielsen, Ulla Braaby, Liné Thordarsson, Inge Sølvsten og Janne Andreasen
Sólheimakórinn
Félagar úr Sólheimakórnum halda stutta tónleika á undan leikverkinu. Á efnisskránni eru m.a. lög úr leikritinu Skógarlíf sem Leikfélag Sólheima sýnir um þessar mundir. Sólheimakórinn hefur orð á sér fyrir glaðlega framkomu og söng frá hjartanu.
Listakaffi í Bimbóhúsinu á Ísafirði
27.4.2009 | 09:25
Kaffi List / Lyst
Tími: 14:00 18:00 ( 2 6)
Miðbær Ísafjarðar, Bimbó húsið
Dagana 27. apríl - 3. maí verður starfrækt kaffihús í miðbæ Ísafjarðar, í Bimbó -húsinu. Kaffihúsið verður opið 14:00-18.00. Á boðstólum verður kaffi og heimagert bakkelsi. Sýningar verða alla dagana á listmunum s.s. á leir, gler og handverk. Sölusýningar verða á kertum, listmunum og handverki. Einnig verður tónlistarflutningur.