NÝ HEIMASÍÐA

Ný heimasíða hátíðarinnar er: www.listin.is  


Kynning á Share music 17.apríl

SHARE MUSIC - KYNNING 17. APRÍL

 Reykjavík 16-18aprl Share music

Share music Fjölmennt og List án landamæra standa fyrir tveggja daga smiðju í Reykjavík dagana 16-18. apríl. Þar mætist hópur fólks í skapandi smiðju þar sem lögð verður áhersla á tónlistarsköpun.

Fyrir áhugasama um starfsemi og aðferðir Share music verður kynning á Share music í Upplýsingamiðstöð Hins hússins,
Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík.
(Gengið inn um aðalinngang frá Pósthússtræti
eða með lyftu aftan við húsið í porti Hafnarstrætismegin)

Miðvikudaginn 17. apríl klukkan 18 (6).

Sophia Alexanderson, framkvæmdastýra Share Music , mun segja frá, svara spurningum og sýna myndir og myndbönd frá starfsemi og verkefnum samtakanna.

Hér er Share Music á facebook: http://www.facebook.com/sharemusicsweden og síðan þeirra: www.sharemusic.se. Ásamt því að það er mikið af áhugaverðu efni frá þeim inni á YouTube (Share music Sweden)

Endilega sendið okkur línu á: listanlandamæra@gmail.com eða hafið samband við Margréti í síma 691-8756 ef þið hafið spurningar.
Kær kveðja, Margrét hjá List án landamæra, Helga Gíslad. Hjá Fjölmennt og Sophia hjá Share Music.

 

Share music skipuleggja sýningar og námskeið í tónlist, dansi, leiklist og myndlist. Þau vinna með samskipan fatlaðra og ófatlaðra flytjenda í öllum listformum sem er hinn einstaki eiginleiki samtakana. 

Hér eru upplýsingar um leiðbeinendur Share music sem munu leiða smiðjuna: 

Mike Fry hefur unnið með samtökunum frá 2002 og leitt tónlistarsmiðjur í Svíþjóð og Albaníu. Mike starfar mikið á þessum vettvangi og samskipan er honum hugleikin. Mike er tónlistamaður og virkur í fjölbreyttu tónlistarstarfi.

,, Mike is a highly devoted ambassador of the Integrated Arts, who worked intensively to raise questions of different abilities and integration. Singer, songwriter and composer, a member of several music groups.‘‘

Tomas Hulenvik
er tónlistarmaður og mikill tæknimaður. Hann hefur áhuga á tækni til sköpun tónlistar fyrir fólk með ólíka hæfni.

,,Thomas is a workshop leader for Share music Sweden with a great interest in music technology for people with different abilities. He has been engaged in a number of projects both in Sweden and internationally. Musician, sound artist, composer in orchestral and electronic music."

 


Kynningarefni 2013

Ýttu hér og þú getur skoðað dagskránna okkar ; )

  forsíða 2013

plakat2013 m


ÞJÓFSTART og HEMMINN Á HÚSAVÍK

Í dag, laugardag er margt um að vera á Húsavík, Hemmi Gunn mætir á opnunarhátíð og tekur við fyrsta Hemmanum hennar Þorgerðar Þórðardóttur! Og það er síðasti séns á að sjá Fiðrildi í Bókabúð Þórarins Stefánssonar. Á sunnudaginn er frumsýning leikritsins Búkolla í samkomuhúsinu.

 Góða skemmtun um helgina Húsvíkingar!!!!

Fiðrildi - tákn frelsis og fegurðar, ferðast yfir öll landamæri.

Tími: 10-18 (10-6)

Í gluggum Bókabúðar Þórarins Stefánssonar.

Garðarsbraut 9, 640 Húsavík

 Samsýning nemenda þriggja skólastiga: Leikskólinn Grænuvellir, Borgarhólsskóli, Framhaldsskólinn á Húsavík. Á sýningunni má sjá fiðrildi úr fjölbreyttum efnivið.
Sýningin stendur til 13. apríl.

 

13. apríl, laugardagur

 Opnunarhátíð á Húsavík

Þorgerður Björg Þórðardóttir sýnir í Menningarmiðstöð Þingeyinga

Tími: 14 (2)

Stóragarði 17
640 Húsavík

 Kynnar á opnun hátíðarinnar eru: Ólafur Karlsson og Sigríður Hauksdóttir

Hátíðin List án Landamæra verður sett á Húsavík. Þorgerður Björg Þórðardóttir listakona mun afhenda fjölmiðlamanninum Hermanni Gunnarsyni fyrsta Hemmann sem er gleðigjafi úr leiserskornum mdf plötum. Í tilefni af List án landamæra málaði Gerða fjöldan allan af myndum af Hemma Gunn sem hún fór svo með í Hönnunarverksmiðjuna á Húsavík, til Arnhildar Pálmadóttur arkitekts. Þar var Hemmi Gunn skannaður inn í tölvu og skorinn út með leisergeisla og til varð Hemminn gleðigjafi.

Einkasýning Þorgerðar Bjargar Þórðardóttur opnuð, sýndir verða Hemmar.
Hermann Gunnarsson fjölmiðlamaður verður með erindi um gleðina

Leikhópurinn Suðurskautið mun kynna hlutverk sín í leikritinu Búkollu.
Söngatriði með Ásgrími Sigurðssyni og Sigurði Illugasyni.
Sýning Þorgerðar stendur til 20. apríl. Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 10-16

 

14. apríl, sunnudagur

Leikritið Búkolla
Tími: 14 (2)

Frumsýning
Tími: 16 (4)

Seinni sýning
Samkomuhúsinu
Garðarsbraut 22, 640 Húsavík

Leikhópurinn Suðurskautið sýnir leikritið Búkollu í leiksstjórn Höllu Rúnar Tryggvadóttur. Sýndar verða tvær sýningar á Húsavík og ein á Akureyri, laugardaginn 27. apríl.

Aðgangseyrir 500 kr. á sýningarnar á Húsavík. Leikarar eru: Anna María Bjarnadóttir, Bryndís Edda Benediktsdóttir, Einar Annel Jónsson, Erla Ýr Hansen, Jóna Rún Skarphéðinsdóttir, Kristbjörn Óskarsson, Lena Kristín Hermannsdóttir, Rut Guðnýjardóttir, Sylgja Rún Helgadóttir, Þorgerður Björg Þórðardóttir, Lindi Sigmundsson, Alda Sighvatsdóttir, Guðrún Sigríður Grétarsdóttir og fleiri gestaleikarar. Tæknimaður: Axel Þórarinsson. Búningar: Guðrún Jónsdóttir.

 


X- LISTIN

Fyrir heimilin í landinu

LIST ÁN LANDAMÆRA 2013

skór 

Tíunda hátíð Listar án landamæra verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur 18.apríl næstkomandi. Hátíðin er fjölbreytt að vanda. Dagskrá verður í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði,  Reykjanesbæ, Fellsenda í Dölum, Akranesi, Borgarnesi, Selfossi, Húsavík, Akureyri, Ísafirði, Neskaupsstað, Fáskrúðsfirði, Seyðisfirði og á Egilsstöðum. Það er sannarlega veisla í vændum!!! Dagskráin fer fram á allskyns vettvangi, þar á meðal er fyrrum sláturhús, strætóskýli, torg í borg sem og hefðbundnir sýningarstaðir og salir. Viðburðir eru um 70 talsins og þátttakendur eru um 800. Á döfinni eru leikrit, listsýningar, handverkssýningar og markaðir, geðveik kaffihús, ljóðalestur, gjörningar, tónleikar, söngkeppnir, kvikmyndasýningar, karaoke, skapandi þrautabrautir og óvæntir pop-up viðburðir. 


Listamaður hátíðarinnar 2013 er Atli Viðar Engilbertsson
. Atli Viðar er sjálfmenntaður fjöllistamaður. Hann hefur skrifað ljóð, leikrit og smásögur og samið tónlist auk þess að sinna myndlist. Atli sýnir ásamt listakonunni Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur í sal Myndlistafélagsins á Akureyri.


Dagskrá á höfuðborgarsvæðinu hefst með glæsilegri opnunarhátíð og samsýningu
í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 18. apríl klukkan 17:30 (hálf 6).

 Þar flytur tónskáldið Jón Hlöðver Áskelsson frumsamið tónverk, Leikið með List án landamæra. Leikhópurinn Blood Moon flytur brot úr frumsömdu verki sínu, Regnbogaballinu, Rut Ottósdóttir og Ólöf Arnalds stíga á svið með ljóð og söng og hljómsveitin Prins Póló ásamt Tipp Topp hópnum treður upp með tónlist og fjöri svo eitthvað sé nefnt. Á opnunarhátiðinni fáum við einnig að sjá hóp fólks sem mun taka þátt í smiðju sænsku samtakanna Share Music í vikunni fyrir opnunina. Share Music eru samtök sem skipuleggja sýningar, smiðjur og námskeið í tónlist, dansi, leiklist og myndlist um allan heim en hægt er að skoða síðuna www.sharemusic.se og sjá þar frekari upplýsingar. Í Austursal Ráðhússins sýnir fjöldi listafólks verk sín.

Sýnendur í Ráðhúsinu eru Maríus Bjarki Naust, Sigga Björg Sigurðardóttir, Styrktarfélagið Ás, Halldór Ásgeirsson, Karl Guðmundsson, Helgi Þórsson, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Edda Guðmundsdóttir, Einar Baldursson, Guðrún Rósalind Jóhannsdóttir, nemendur af starfsbraut FG, Ingibjörg Sæmundsdóttir, Frida Adrian(a) Martins, listafólk úr Bjarkarási, Gylfaflöt og  Ásgarð, Kamma Viðarsdóttir, Davíð Örn Halldórsson og Karl Guðmundsson.

 

Í kjölfar Opnunarhátíðar byrjar boltinn að rúlla

Föstudaginn 19.apríl opna sýningarnar Grösugir strigar og Systralist í Þjóðminjasafninu kl. 13:30 (hálf 2) og Egill Prunner opnar sýningu í Mokka á Skólavörðustíg klukkan 15:30 (hálf 4).

Laugardaginn 20.apríl klukkan 14 (2) opna sýningarnar Lóðréttar öldur  í  Listasal Mosfellsbæjar þar sem þeir Helgi Þorgils Friðjónsson og Snorri Ásgeirsson leiða saman hesta sína og í Listamönnum á Skúlagötunni sýna 6 meistarar þau Ísak Óli Sævarsson, Guðrún Bergsdóttir, Hermann B. Guðjónsson, Linda Rós Lúðvíksdóttir, Ingi Hrafn Stefánsson og Gígja Thoroddsen.

Ein af nýjungum á dagskrá hátíðarinnar er svo kölluð Pop Up list. Popparar munu troða óvænt upp á List án landamæra á víð og dreif um borgina. Öllum er velkomið að taka þátt og hér er áskorun til þín: Af hverju ekki að troða upp með atriði í strætó eða á uppáhalds kaffihúsinu þínu eftir langan dag? Kannski hitta ömmu í matsalnum á Grund og leiða hópsöng, standa á steini fyrir utan IKEA og fara með gamanmál eða hvað annað sem þér dettur í hug að gera til þess að glæða menningu og gleðja á sem ólíklegustu stöðum!


Hátíðin 2013 er á þessa leið í samþjöppuðu formi.

Reykjavík: Share music smiðja, Hemminn í Handverki og hönnun, Opnunarhátíð og Listróf í Ráðhúsinu, Pop-up um alla borg, Grösugir strigar og ljósmyndir í Þjóðminjasafninu, Endurfæðing á Mokka, Lóðréttar öldur í Listasal Mosfellsbæjar, Meistarar í Listamönnum á Skúlagötunni, Hug-myndir í Mími, Vefur Margbreytileikans í Lækjarási, Stuttmyndin Metonymi og Söngkeppni í Hinu húsinu, Lækjarálfar í Hafnarfirði, Stígur að náttúru á Ingólfstorgi, Karaoke á Frakkastígnum, Vorsýning í Myndlistaskólanum í Reykjavík, Umbrot í Líf fyrir Líf á Laugaveginum, Náttúra og Ævintýraheimur í Borgarbókasafninu, Kvikmyndin Hasta La Vista og málþing í Háskólabíó og Andartak Tjarnarleikhópsins í Iðnó.

Norðurland: Hemminn og Hemmi Gunn, Leikritið Búkolla, Manískt kaffihús og fiðrildi í bókabúð á Húsavík. Opnunarhátíð á Akureyri, Jónabandið, tónlist og leiklist frá Fjölmennt, Regnbogi sálarinnar í Deiglunni, Kórónuland karla og kvenna í sal Myndlistafélagsins á Akureyri, Húsin og vorið í Eymundsson, Skari hinn ógurlegi á óvæntum stað og listmunir og handverk í Skógarlundi.

Austurland: Dans, tónlist, myndlist og stuttmynd á Neskaupsstað og Fáskrúðsfirði, Hljóðverk á Seyðisfirði, Árstíðirnar, stuttmynd, leirlist, myndlist, bútasaumur, söngur, tónlist og vorkaffi kvenfélagsins Bláklukkna í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Suðurnesin: Geðveikt kaffihús og truflað handverk, Samsýning í Bíósal Duushúsa, Hugmynd að veruleika í Strætóskýlum, Leiksýning Bestu vina í bænum.

Selfoss: Ull á tré

Ísafjörður: Samsýningin List og list, Hönnunar og handverksmarkaður & Söng og danssýning.


Borgarnes: Sýning hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi

Fellsendi: Lífið er List

Akranes: „Hefuru" málað Akrafjall?

 

Dagskrána og frekari upplýsingar má nálgast á vefnum www.listin.is sem og á síðu hátíðarinnar á facebook (http://www.facebook.com/listanlandamaera?ref=ts&fref=ts)
og á heimasíðum ÖBÍ, Þroskahjálpar, BÍL, Átaks, Fjölmenntar og Hins hússins.

Netfang hátíðarinnar er listanlandamaera@gmail.com
og símanúmer hátíðarinnar er 691-8756.    

 


Upplýsingar í dagskrá!

Upplýsingar í dagskrá

Vinsamlega sendið inn í síðasta lagi miðvikudaginn 6.mars á netfangið listanlandamaera@gmail.com

 

Kæru vinir.

Nú er komið að því að skila inn lýsingu á viðburðum til þess að setja í dagskrárbækling.

Kynningar eru settar upp á sama hátt hjá öllum og því bið ég ykkur um að fylgja vel þessu formi.

-          Dagsetning
Nafn á viðburði
Tími
Heimilisfang
vefsíða
Stutt lýsing á viðburði og nöfn sýnenda. (ca.30 /40 orð)
Hvað stendur viðburður lengi og hvenær er opið ( ef við á ).

Hér eru dæmi um slíka lýsingu. Fylgið þessu formi mjög vel!!!

-        19. apríl, fimmtudagur. Sumardagurinn fyrsti

-         Skjaldarmerkið hennar Skjöldu

-          Atli Viðar Engilbertsson sýnir í Hafnarborg

-          Tími: 15 (3)
Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði
www.hafnarborg.is

-           

-          ,,Allt er þá er þrennt er, en það fjórða fullkomið´´.

-          Á sýningunni má finna einstök verk Atla unnin í fjölbreyttan efnivið. Atli Viðar er afkastamikill fjöllistamaður og hefur meðal annars samið tónlist og ritverk og sýnt verk sín víða þar á meðal á Safnasafninu.

-          Meðal verka á sýningunni er þrívíð pappafjölskylda og nýtt skjaldarmerki Íslands

-          Sýningin stendur til 29. apríl.


ATLI VIÐAR ENGILBERTSSON

 

Atli Viðar 

Listamaður Listar án landamæra 2013 er Atli Viðar Engilbertsson!

Atli er fjölhæfur myndlistamaður, tónlistamaður og rithöfundur með einstakan stíl. Ferill hans spannar langt tímabil og er á fjölbreyttum vettvangi ýmissa listgreina. Atli sýndi hjá List án landamæra 2012 síðasta vor í Hafnarborg, Menningar og listamiðstöð Hafnarfjarðar við góðan orðstýr. Verk Atla munu prýða allt kynningarefni Listar án landamæra 2013 og mun Atli sýna ný verk á sýningu í sal Myndlistarfélagsins á Akureyri í lok apríl.

Tilkynnt var um valið á blaðamannafundi í Ketilhúsinu á Akureyri í dag, mánudaginn 25.febrúar. Á fundinum fluttu þeir Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld og Níels Hafstein listamaður, ávörp. Margrét M. Norðdahl framkvæmdastýra Listar án landamæra tilkynnti um valið.

 Í viðhengi er texti Ólafs Engilbertssonar um Atla Viðar. 

Við óskum Atla Viðari innilega til hamingju með titilinn, hann er vel að honum kominn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fylgstu með okkur á Facebook!!!

Við erum dugleg að setja inn fréttir og upplýsingar á Facebook.

 Þú getur gerst áskrifandi að þessari síðu (SUBSCRIBE):  

www.facebook.com/listanlandamaera

 

 Eða líkað við okkur á þessari síðu (LIKE)

www.facebook.com/pages/List-án-landamæra 


HUGMYNDAFUNDUR í REYKJAVÍK

HUGMYNDAFUNDUR - LIST ÁN LANDAMÆRA -REYKJAVÍK

- Fimmtudaginn 24.janúar klukkan 10:30 - 11:30

- Í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 RVK

- Fundurinn er hugsaður til hugarflugs, umræðna og skoðanaskipta um hátíðina 2013.

- Opið öllum

- Endilega sendið póst á listanlandamaera@gmail.com og látið okkur vita ef þið ætlið að koma.

 

Kær kveðja frá List án landamæra


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband