LIST ÁN LANDAMÆRA 2013

skór 

Tíunda hátíð Listar án landamæra verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur 18.apríl næstkomandi. Hátíðin er fjölbreytt að vanda. Dagskrá verður í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði,  Reykjanesbæ, Fellsenda í Dölum, Akranesi, Borgarnesi, Selfossi, Húsavík, Akureyri, Ísafirði, Neskaupsstað, Fáskrúðsfirði, Seyðisfirði og á Egilsstöðum. Það er sannarlega veisla í vændum!!! Dagskráin fer fram á allskyns vettvangi, þar á meðal er fyrrum sláturhús, strætóskýli, torg í borg sem og hefðbundnir sýningarstaðir og salir. Viðburðir eru um 70 talsins og þátttakendur eru um 800. Á döfinni eru leikrit, listsýningar, handverkssýningar og markaðir, geðveik kaffihús, ljóðalestur, gjörningar, tónleikar, söngkeppnir, kvikmyndasýningar, karaoke, skapandi þrautabrautir og óvæntir pop-up viðburðir. 


Listamaður hátíðarinnar 2013 er Atli Viðar Engilbertsson
. Atli Viðar er sjálfmenntaður fjöllistamaður. Hann hefur skrifað ljóð, leikrit og smásögur og samið tónlist auk þess að sinna myndlist. Atli sýnir ásamt listakonunni Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur í sal Myndlistafélagsins á Akureyri.


Dagskrá á höfuðborgarsvæðinu hefst með glæsilegri opnunarhátíð og samsýningu
í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 18. apríl klukkan 17:30 (hálf 6).

 Þar flytur tónskáldið Jón Hlöðver Áskelsson frumsamið tónverk, Leikið með List án landamæra. Leikhópurinn Blood Moon flytur brot úr frumsömdu verki sínu, Regnbogaballinu, Rut Ottósdóttir og Ólöf Arnalds stíga á svið með ljóð og söng og hljómsveitin Prins Póló ásamt Tipp Topp hópnum treður upp með tónlist og fjöri svo eitthvað sé nefnt. Á opnunarhátiðinni fáum við einnig að sjá hóp fólks sem mun taka þátt í smiðju sænsku samtakanna Share Music í vikunni fyrir opnunina. Share Music eru samtök sem skipuleggja sýningar, smiðjur og námskeið í tónlist, dansi, leiklist og myndlist um allan heim en hægt er að skoða síðuna www.sharemusic.se og sjá þar frekari upplýsingar. Í Austursal Ráðhússins sýnir fjöldi listafólks verk sín.

Sýnendur í Ráðhúsinu eru Maríus Bjarki Naust, Sigga Björg Sigurðardóttir, Styrktarfélagið Ás, Halldór Ásgeirsson, Karl Guðmundsson, Helgi Þórsson, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Edda Guðmundsdóttir, Einar Baldursson, Guðrún Rósalind Jóhannsdóttir, nemendur af starfsbraut FG, Ingibjörg Sæmundsdóttir, Frida Adrian(a) Martins, listafólk úr Bjarkarási, Gylfaflöt og  Ásgarð, Kamma Viðarsdóttir, Davíð Örn Halldórsson og Karl Guðmundsson.

 

Í kjölfar Opnunarhátíðar byrjar boltinn að rúlla

Föstudaginn 19.apríl opna sýningarnar Grösugir strigar og Systralist í Þjóðminjasafninu kl. 13:30 (hálf 2) og Egill Prunner opnar sýningu í Mokka á Skólavörðustíg klukkan 15:30 (hálf 4).

Laugardaginn 20.apríl klukkan 14 (2) opna sýningarnar Lóðréttar öldur  í  Listasal Mosfellsbæjar þar sem þeir Helgi Þorgils Friðjónsson og Snorri Ásgeirsson leiða saman hesta sína og í Listamönnum á Skúlagötunni sýna 6 meistarar þau Ísak Óli Sævarsson, Guðrún Bergsdóttir, Hermann B. Guðjónsson, Linda Rós Lúðvíksdóttir, Ingi Hrafn Stefánsson og Gígja Thoroddsen.

Ein af nýjungum á dagskrá hátíðarinnar er svo kölluð Pop Up list. Popparar munu troða óvænt upp á List án landamæra á víð og dreif um borgina. Öllum er velkomið að taka þátt og hér er áskorun til þín: Af hverju ekki að troða upp með atriði í strætó eða á uppáhalds kaffihúsinu þínu eftir langan dag? Kannski hitta ömmu í matsalnum á Grund og leiða hópsöng, standa á steini fyrir utan IKEA og fara með gamanmál eða hvað annað sem þér dettur í hug að gera til þess að glæða menningu og gleðja á sem ólíklegustu stöðum!


Hátíðin 2013 er á þessa leið í samþjöppuðu formi.

Reykjavík: Share music smiðja, Hemminn í Handverki og hönnun, Opnunarhátíð og Listróf í Ráðhúsinu, Pop-up um alla borg, Grösugir strigar og ljósmyndir í Þjóðminjasafninu, Endurfæðing á Mokka, Lóðréttar öldur í Listasal Mosfellsbæjar, Meistarar í Listamönnum á Skúlagötunni, Hug-myndir í Mími, Vefur Margbreytileikans í Lækjarási, Stuttmyndin Metonymi og Söngkeppni í Hinu húsinu, Lækjarálfar í Hafnarfirði, Stígur að náttúru á Ingólfstorgi, Karaoke á Frakkastígnum, Vorsýning í Myndlistaskólanum í Reykjavík, Umbrot í Líf fyrir Líf á Laugaveginum, Náttúra og Ævintýraheimur í Borgarbókasafninu, Kvikmyndin Hasta La Vista og málþing í Háskólabíó og Andartak Tjarnarleikhópsins í Iðnó.

Norðurland: Hemminn og Hemmi Gunn, Leikritið Búkolla, Manískt kaffihús og fiðrildi í bókabúð á Húsavík. Opnunarhátíð á Akureyri, Jónabandið, tónlist og leiklist frá Fjölmennt, Regnbogi sálarinnar í Deiglunni, Kórónuland karla og kvenna í sal Myndlistafélagsins á Akureyri, Húsin og vorið í Eymundsson, Skari hinn ógurlegi á óvæntum stað og listmunir og handverk í Skógarlundi.

Austurland: Dans, tónlist, myndlist og stuttmynd á Neskaupsstað og Fáskrúðsfirði, Hljóðverk á Seyðisfirði, Árstíðirnar, stuttmynd, leirlist, myndlist, bútasaumur, söngur, tónlist og vorkaffi kvenfélagsins Bláklukkna í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Suðurnesin: Geðveikt kaffihús og truflað handverk, Samsýning í Bíósal Duushúsa, Hugmynd að veruleika í Strætóskýlum, Leiksýning Bestu vina í bænum.

Selfoss: Ull á tré

Ísafjörður: Samsýningin List og list, Hönnunar og handverksmarkaður & Söng og danssýning.


Borgarnes: Sýning hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi

Fellsendi: Lífið er List

Akranes: „Hefuru" málað Akrafjall?

 

Dagskrána og frekari upplýsingar má nálgast á vefnum www.listin.is sem og á síðu hátíðarinnar á facebook (http://www.facebook.com/listanlandamaera?ref=ts&fref=ts)
og á heimasíðum ÖBÍ, Þroskahjálpar, BÍL, Átaks, Fjölmenntar og Hins hússins.

Netfang hátíðarinnar er listanlandamaera@gmail.com
og símanúmer hátíðarinnar er 691-8756.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband