LIST ÁN LANDAMĆRA 2013

skór 

Tíunda hátíđ Listar án landamćra verđur sett í Ráđhúsi Reykjavíkur 18.apríl nćstkomandi. Hátíđin er fjölbreytt ađ vanda. Dagskrá verđur í Reykjavík, Mosfellsbć, Hafnarfirđi,  Reykjanesbć, Fellsenda í Dölum, Akranesi, Borgarnesi, Selfossi, Húsavík, Akureyri, Ísafirđi, Neskaupsstađ, Fáskrúđsfirđi, Seyđisfirđi og á Egilsstöđum. Ţađ er sannarlega veisla í vćndum!!! Dagskráin fer fram á allskyns vettvangi, ţar á međal er fyrrum sláturhús, strćtóskýli, torg í borg sem og hefđbundnir sýningarstađir og salir. Viđburđir eru um 70 talsins og ţátttakendur eru um 800. Á döfinni eru leikrit, listsýningar, handverkssýningar og markađir, geđveik kaffihús, ljóđalestur, gjörningar, tónleikar, söngkeppnir, kvikmyndasýningar, karaoke, skapandi ţrautabrautir og óvćntir pop-up viđburđir. 


Listamađur hátíđarinnar 2013 er Atli Viđar Engilbertsson
. Atli Viđar er sjálfmenntađur fjöllistamađur. Hann hefur skrifađ ljóđ, leikrit og smásögur og samiđ tónlist auk ţess ađ sinna myndlist. Atli sýnir ásamt listakonunni Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur í sal Myndlistafélagsins á Akureyri.


Dagskrá á höfuđborgarsvćđinu hefst međ glćsilegri opnunarhátíđ og samsýningu
í Ráđhúsi Reykjavíkur ţann 18. apríl klukkan 17:30 (hálf 6).

 Ţar flytur tónskáldiđ Jón Hlöđver Áskelsson frumsamiđ tónverk, Leikiđ međ List án landamćra. Leikhópurinn Blood Moon flytur brot úr frumsömdu verki sínu, Regnbogaballinu, Rut Ottósdóttir og Ólöf Arnalds stíga á sviđ međ ljóđ og söng og hljómsveitin Prins Póló ásamt Tipp Topp hópnum tređur upp međ tónlist og fjöri svo eitthvađ sé nefnt. Á opnunarhátiđinni fáum viđ einnig ađ sjá hóp fólks sem mun taka ţátt í smiđju sćnsku samtakanna Share Music í vikunni fyrir opnunina. Share Music eru samtök sem skipuleggja sýningar, smiđjur og námskeiđ í tónlist, dansi, leiklist og myndlist um allan heim en hćgt er ađ skođa síđuna www.sharemusic.se og sjá ţar frekari upplýsingar. Í Austursal Ráđhússins sýnir fjöldi listafólks verk sín.

Sýnendur í Ráđhúsinu eru Maríus Bjarki Naust, Sigga Björg Sigurđardóttir, Styrktarfélagiđ Ás, Halldór Ásgeirsson, Karl Guđmundsson, Helgi Ţórsson, Guđlaug Mía Eyţórsdóttir, Edda Guđmundsdóttir, Einar Baldursson, Guđrún Rósalind Jóhannsdóttir, nemendur af starfsbraut FG, Ingibjörg Sćmundsdóttir, Frida Adrian(a) Martins, listafólk úr Bjarkarási, Gylfaflöt og  Ásgarđ, Kamma Viđarsdóttir, Davíđ Örn Halldórsson og Karl Guđmundsson.

 

Í kjölfar Opnunarhátíđar byrjar boltinn ađ rúlla

Föstudaginn 19.apríl opna sýningarnar Grösugir strigar og Systralist í Ţjóđminjasafninu kl. 13:30 (hálf 2) og Egill Prunner opnar sýningu í Mokka á Skólavörđustíg klukkan 15:30 (hálf 4).

Laugardaginn 20.apríl klukkan 14 (2) opna sýningarnar Lóđréttar öldur  í  Listasal Mosfellsbćjar ţar sem ţeir Helgi Ţorgils Friđjónsson og Snorri Ásgeirsson leiđa saman hesta sína og í Listamönnum á Skúlagötunni sýna 6 meistarar ţau Ísak Óli Sćvarsson, Guđrún Bergsdóttir, Hermann B. Guđjónsson, Linda Rós Lúđvíksdóttir, Ingi Hrafn Stefánsson og Gígja Thoroddsen.

Ein af nýjungum á dagskrá hátíđarinnar er svo kölluđ Pop Up list. Popparar munu trođa óvćnt upp á List án landamćra á víđ og dreif um borgina. Öllum er velkomiđ ađ taka ţátt og hér er áskorun til ţín: Af hverju ekki ađ trođa upp međ atriđi í strćtó eđa á uppáhalds kaffihúsinu ţínu eftir langan dag? Kannski hitta ömmu í matsalnum á Grund og leiđa hópsöng, standa á steini fyrir utan IKEA og fara međ gamanmál eđa hvađ annađ sem ţér dettur í hug ađ gera til ţess ađ glćđa menningu og gleđja á sem ólíklegustu stöđum!


Hátíđin 2013 er á ţessa leiđ í samţjöppuđu formi.

Reykjavík: Share music smiđja, Hemminn í Handverki og hönnun, Opnunarhátíđ og Listróf í Ráđhúsinu, Pop-up um alla borg, Grösugir strigar og ljósmyndir í Ţjóđminjasafninu, Endurfćđing á Mokka, Lóđréttar öldur í Listasal Mosfellsbćjar, Meistarar í Listamönnum á Skúlagötunni, Hug-myndir í Mími, Vefur Margbreytileikans í Lćkjarási, Stuttmyndin Metonymi og Söngkeppni í Hinu húsinu, Lćkjarálfar í Hafnarfirđi, Stígur ađ náttúru á Ingólfstorgi, Karaoke á Frakkastígnum, Vorsýning í Myndlistaskólanum í Reykjavík, Umbrot í Líf fyrir Líf á Laugaveginum, Náttúra og Ćvintýraheimur í Borgarbókasafninu, Kvikmyndin Hasta La Vista og málţing í Háskólabíó og Andartak Tjarnarleikhópsins í Iđnó.

Norđurland: Hemminn og Hemmi Gunn, Leikritiđ Búkolla, Manískt kaffihús og fiđrildi í bókabúđ á Húsavík. Opnunarhátíđ á Akureyri, Jónabandiđ, tónlist og leiklist frá Fjölmennt, Regnbogi sálarinnar í Deiglunni, Kórónuland karla og kvenna í sal Myndlistafélagsins á Akureyri, Húsin og voriđ í Eymundsson, Skari hinn ógurlegi á óvćntum stađ og listmunir og handverk í Skógarlundi.

Austurland: Dans, tónlist, myndlist og stuttmynd á Neskaupsstađ og Fáskrúđsfirđi, Hljóđverk á Seyđisfirđi, Árstíđirnar, stuttmynd, leirlist, myndlist, bútasaumur, söngur, tónlist og vorkaffi kvenfélagsins Bláklukkna í Sláturhúsinu á Egilsstöđum.

Suđurnesin: Geđveikt kaffihús og truflađ handverk, Samsýning í Bíósal Duushúsa, Hugmynd ađ veruleika í Strćtóskýlum, Leiksýning Bestu vina í bćnum.

Selfoss: Ull á tré

Ísafjörđur: Samsýningin List og list, Hönnunar og handverksmarkađur & Söng og danssýning.


Borgarnes: Sýning hjá Símenntunarmiđstöđinni á Vesturlandi

Fellsendi: Lífiđ er List

Akranes: „Hefuru" málađ Akrafjall?

 

Dagskrána og frekari upplýsingar má nálgast á vefnum www.listin.is sem og á síđu hátíđarinnar á facebook (http://www.facebook.com/listanlandamaera?ref=ts&fref=ts)
og á heimasíđum ÖBÍ, Ţroskahjálpar, BÍL, Átaks, Fjölmenntar og Hins hússins.

Netfang hátíđarinnar er listanlandamaera@gmail.com
og símanúmer hátíđarinnar er 691-8756.    

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband