ATLI VIÐAR ENGILBERTSSON

 

Atli Viðar 

Listamaður Listar án landamæra 2013 er Atli Viðar Engilbertsson!

Atli er fjölhæfur myndlistamaður, tónlistamaður og rithöfundur með einstakan stíl. Ferill hans spannar langt tímabil og er á fjölbreyttum vettvangi ýmissa listgreina. Atli sýndi hjá List án landamæra 2012 síðasta vor í Hafnarborg, Menningar og listamiðstöð Hafnarfjarðar við góðan orðstýr. Verk Atla munu prýða allt kynningarefni Listar án landamæra 2013 og mun Atli sýna ný verk á sýningu í sal Myndlistarfélagsins á Akureyri í lok apríl.

Tilkynnt var um valið á blaðamannafundi í Ketilhúsinu á Akureyri í dag, mánudaginn 25.febrúar. Á fundinum fluttu þeir Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld og Níels Hafstein listamaður, ávörp. Margrét M. Norðdahl framkvæmdastýra Listar án landamæra tilkynnti um valið.

 Í viðhengi er texti Ólafs Engilbertssonar um Atla Viðar. 

Við óskum Atla Viðari innilega til hamingju með titilinn, hann er vel að honum kominn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband