ATLI VIÐAR ENGILBERTSSON
25.2.2013 | 14:11
Listamaður Listar án landamæra 2013 er Atli Viðar Engilbertsson!
Atli er fjölhæfur myndlistamaður, tónlistamaður og rithöfundur með einstakan stíl. Ferill hans spannar langt tímabil og er á fjölbreyttum vettvangi ýmissa listgreina. Atli sýndi hjá List án landamæra 2012 síðasta vor í Hafnarborg, Menningar og listamiðstöð Hafnarfjarðar við góðan orðstýr. Verk Atla munu prýða allt kynningarefni Listar án landamæra 2013 og mun Atli sýna ný verk á sýningu í sal Myndlistarfélagsins á Akureyri í lok apríl.
Tilkynnt var um valið á blaðamannafundi í Ketilhúsinu á Akureyri í dag, mánudaginn 25.febrúar. Á fundinum fluttu þeir Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld og Níels Hafstein listamaður, ávörp. Margrét M. Norðdahl framkvæmdastýra Listar án landamæra tilkynnti um valið.
Í viðhengi er texti Ólafs Engilbertssonar um Atla Viðar.
Við óskum Atla Viðari innilega til hamingju með titilinn, hann er vel að honum kominn.