Hvað er að gerast???

Síðustu vikur hafa verið frábærar. Hver viðburður á fætur öðrum hefur verið virkilega ánægjulegur.

Allt listafólk og skipuleggjendur geta verið verulega stolt af verkum sínum!

 Framundan í vikunni eru nokkrir skemmtilegir viðburðir:

- Þriðjudaginn 8.maí er tónleikar Fjölmenntar í Reykjavík í Salnum í Kópavogi kl.18 (6).

- Fimmtudag og föstudag 10 og 11 mái er opið hús og myndlistasýning í Skógarlundi á Akureyri. frá hálf 10 - hálf 4 báða dagana.

- Við Suðumark sýning Kristínar Gunnlaugsdóttur og Elínar S.M. Ólafsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar hefur verið framlengd til laugardagsins 12.maí

 - Hönnun fyrir börn stendur yfir hjá Handverki og hönnun í Aðalstrætinu í Reykjavík. Sýningarlok eru 16.maí.

- Sýning Ásgeirs Vals stendur yfir hjá samtökunum ´78´við Laugaveg 3. Henni lýkur 12.maí

- Sýninguna Lækjarliti má sjá í Café Aroma. Sýningunni lýkur miðvikudaginn 9.maí.

- Sýningu Gauta Ásgeirssonar og Guðrúnar Bergsdóttir NÁL OG HNÍFUR í Þjóðminjasafninu lýkur sunnudaginn 13.maí

- Sýningunni Fólk í mynd í Norræna húsinu lýkur einnig á sunnudaginn. En á laugardaginn verður Vatnsmýrarhátíð og leiðsögn um sýninguna.

- Smiðja verður í Norræna húsinu á laugardag og sunnudag frá 12-16 (12-4).

- Sýning nemenda í Fjölmennt stendur til 16.maí í húsnæði Fjölmenntar við Vínlandsleið 14.

- Á Egilsstöðum er fjölbreytt sýning í Sláturhúsinu Menningarmiðstöð

- Í menningarmiðstöð Þingeyinga á Húsavík er sýning á mósaíverkum notenda Miðjunnar.

- Í Hofi á Akureyri stendur yfir sýning Skógarlundar og Fjölmenntar

Ull og endurvinnsla er í geðræktarmiðstöðinni Setrinu á Húsavík.

 Ekki missa af frábærum sýningum og viðburðum!!!! Kíkið í dagskrána hér hægra megin á síðunni og sjáið nánar um viðburðina.

30.apríl Blómstrandi list í Fjölmennt

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband