Helgin 5 og 6.maí

Um helgina er margt að gerast á dagskrá Listar án landamæra

 Á Laugardaginn er opnunarhátíð á Austurlandi. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á sviði, kaffi, sýningar og leiksýning um kvöldið. Kíkið á dagskrána í dagskrárbæklingnum eða í skránni sem er í viðhengi með þessari færlsu.

Brúðkaupsdraumur í Frumleikhúsinu
og fjölmenningardagur í Duus húsum í Reykjanesbæ.

Tónstofan í Hörpu
Tónstofa Valgerðar býður uppá  tónleika í Hörpuhorninu, laugardaginn 5. maí kl: 15:00 (3). Hörpuhornið er staðsett á annarri hæð við hliðina á Eldborgarsalnum.

Á tónleikunum leika nemendur Tónstofunnar.  Bjöllukórinn, einleikarar og söngvarar munu flytja íslensk og erlend þjóðlög, dægurlög og klassíska tónlist.

Smiðja í Norræna húsinu
Listamaðurinn Magnús Helgason mun leiða nýstárlega smiðju ætlaða allri fjölskyldunni í tengslum við sýninguna Fólk í mynd. Á smiðjunni skoðum við okkur sjálf og myndina af okkur. Smiðjan er opin 12.00-16.00

Fjöldi sýninga er opinn um allt land!

Nál og hnífur og 8 heimar í Þjóðminjasafninu

Við Suðumark í Listasal Mosfellsbæjar

Fólk í mynd í Norræna húsinu

Ásgeir Valur í samtökunum ´78

Lækjarlitir í Kaffi Aroma

Hlutskipti/Hugskeyti í Vin

Sýning í Hofi á Akureyri

Njótið helgarinnar!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband