Þarf rödd til að syngja?

Þarf fætur til að dansa eða rödd til að syngja?

Í gær, þriðjudag 3.maí,  var haldin árleg Söngkeppni Tipp Topp.
26 keppendur tóku þátt í keppninni sem heppnaðist vel í alla staði.

Tara Þöll Danielsen Imsland, sigurvegari frá því í fyrra og keppandi í Eurosong á Írlandi fyrir hönd Íslands, sat í dómnefnd ásamt þeim Önnu Katrínu Þórarinsdóttur, söngkonu í Húsbandi Hins Hússins og Eysteini Sigurðssyni, leikara og starfsmanni Hins Hússins.

Atkvæði úr salnum giltu hlutfallslega á móti mati dómnefndar. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin og sérstök verðlaun voru veitt fyrir atriði sem höfðu mjög mikið skemmtanagildi.

Í fyrsta sæti varð Helgi Fannar með lagið Sweet Transvestide úr Rocky Horror söngleiknum. Í öðru sæti varð Marta Sóley Helgadóttir með lagið Mundu mig með Jóhönnu Guðrúnu og því þriðja lenti Erla Kristín með lagið Snert Hörpu mína. Sérstök verðlaun fyrir skemmtilegasta atriðið fékk Elín Björk sem flutti lagið Jón er kominn heim.

Dómnefnd tók það fram að það hefði verið mjög erfitt að velja sigurvegara og að mörg atriði hefðu verið einstaklega vel flutt. Keppendur sem túlkuðu textann á sinn hátt, dönsuðu vel og voru með frumlegan flutning.

DSC_0099

Einn þátttakenda í keppninni, hún Ásta Hlöðversdóttir tók þátt með laginu Evacuate the Dancefloor með Cascada. Hún fór á kostum og vakti mikla lukku meðal áheyrenda sem klöppuðu henni lof í lófa. Það sem er svo frábært við þátttöku Ástu er að rödd hennar heyrðist ekki, hún túlkaði lagið á annan hátt og gerði það fantavel.

Rödd hennar heyrðist kannski ekki en ljós hennar skein.

Ásta er fyrirmynd og kennir okkur að sjá tækifæri en ekki takmarkanir. 
Það þarf ekki rödd til að syngja! 


Við óskum öllum þátttakendum til hamingju með vel heppnaða keppni og ekki síst sigurvegaranum Helga Fannari sem hlaut bikar til eignar og farandgrip sem nafnið hans verður grafið í.
Helgi Fannar 1.saeti

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband