TAKK
12.7.2010 | 23:20
TAKK
Okkur hjá List án landamæra langar að þakka þér/ykkur innilega fyrir framlag þitt/ykkar til listahátíðarinnar Listar án landamæra 2010.
List án landamæra eflist með hverju árinu sem líður. Þátttakendum og gestum fjölgar og sýnileiki hátíðarinnar verður meiri. Það er ekki síst fólki eins og ykkur að þakka.
Listahátíðin List án landamæra var haldin í sjöunda sinn nú í vor víða um landið. Hátíðin hófst formlega þann 29. apríl með dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur og opnun síðasta viðburðar hátíðarinnar átti sér stað á Ísafirði þann 1. júní, þó enn séu sýningar í gangi víðsvegar. Viðburðir voru um 50 talsins í ár.
Samstarfsaðilar í stjórn hátíðarinnar eru: Fjölmennt - fullorðinsfræðsla fatlaðra, Átak - félag fólks með þroskahömlun, Hitt húsið, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp. Hafa þessir aðilar hrint af stað kröftugri hátíð sem sett hefur sterkan svip á menningarárið á Íslandi og brotið niður ýmsa múra. Á hátíðinni hafa fatlaðir og ófatlaðir unnið saman að ýmsum listtengdum verkefnum með frábærri útkomu sem hefur leitt til aukins skilnings manna á milli með ávinningi fyrir samfélagið allt.
Bestu kveðjur og þakkir!
Stjórn Listar án landamæra 2010: Aileen Svensdóttir, Ása Hildur Guðjónsdóttir, Friðrik Sigurðsson, Helga Gísladóttir, Jenný Þórkatla Magnúsdóttir og Viðar Jónsson