Fólk, fólk og fólk

Á morgun laugardag opnar lifandi sýning 11 listamanna kl.15 (3) í Norræna húsinu.

 Sýningin heitir ,,Fólk í mynd'' og er portrett sýning.

Áhugavert er að sjá hvernig hópur íslenskra listamanna nálgast portrett hefðina. Þau vinna með fjölbreytta tækni, útfrá ólíkum forsendum en að sama viðfangsefni.

Á sýningunni má sjá video portrett Snorra Ásmundssonar, Topp 10, verk eftir Bergþór Morthens þar sem sjá má þekkt andlit úr stjórnmálunum. Gígja Thoroddsen málar líka fræga og má sjá mynd af Haffa Haff og Michael Jackson ásamt mynd af geðlæknum í partýi. Aron Kale sýnir rauðhærða lögreglukonu og Sigga í Bónus, Erla Björk Sigmundsdóttir er ofursterk og saumar myndir í striga og býr til hnausþykka skúlptúra úr ull og garni. Hermann Guðjónsson smyrnar verk úr samfélagsumræðunni. Á sýningunni má sjá splunkunýtt verk af ófrískum Jóni Gnarr borgarstjóra. Hulda Vilhjálmsdóttir sýnir ný verk, yndis fögur verk af konum. Ísak Óli er með nýja seríu af áhugaverðu fólki og má þar nefna Hauk Morthens, Harald veðurfræðing, Evu Sólan, Tove Janson og Helga Hós. Kristján Ellert Arason saumar í striga og sýnir hér verk af Elton John, James Bond, Madonnu og söngvara Bay city Rollers sem er í miklu uppáhaldi hjá honum. Ólöf Dómhildur sýnir djúphugul ljósmyndaverk og Sigrún Huld Hrafnsdóttir sýnir einstök portrett verk.

Á opnuninni ætlar listafólkið að troða upp og láta ljós sitt skína.

Um helgar fá gestir að spreyta sig á portrettinu í skemmtilegri smiðju og fá að gera sín eigin portrett undir handleiðslu listamanns. Eitthvað sem hentar allri fjölskyldunni. Þar verður sjónum beint að okkur, hvaða orð lýsa okkur og hvernig sjáum við okkur.

Opið er frá 12.00 - 17.00 þriðjudaga – sunnudaga og stendur sýningin til sunnudagsins 13. maí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband