Ráðstefna 28.september
14.7.2009 | 13:03
List án landamæra hefur í ár haft á sér norrænt yfirbragð, 28 september n.k frá kl 9.00 til 16.00 verður síðan haldin að Grand hótel ráðstefna um ímynd fatlaðra í fjölmiðlum og listum.
Ráðstefnan er samstarfsverkefni Listar án landamæra á Íslandi, Norræna velferðar miðstöðvarinnar og menntamálaráðuneytisins á Íslandi. Ráðstefna þessi er jafnframt hluti af verkefni Íslands sem formennskulands í norrænu samstarfi árið 2009. Á ráðstefnu þessari verður sjónum manna beint að hvernig fatlaðir og fötlun birtist í fjölmiðlum og listum. Samhliða er tekið til umræðu m.a hvaða skyldur felist í 30 grein samnings Sameinu Þjóðanna um réttindi fatlaðra þar sem segir.
„Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir til þess að fatlaðir
fái tækifæri til að þroska og nota sköpunargáfu sína og listræna og
vitsmunalega getu, ekki einvörðungu í eigin þágu heldur einnig í
því skyni að auðga mannlíf í eigin samfélögum“
Einnig verður hugmyndafræði og mikilvægi hátíðar eins og Listar án landamæra tekin til skoðunar.
Um kvöldið verður svo boðið til veislu þar sem listahópurinn Dissimillis frá Noregi mun sýna okkur list sína á stóra sviði Borgarleikhússins.
Upplýsingar um ráðstefnuna birtast hér innan skamms.