Rįšstefna 28.september
14.7.2009 | 13:03
List įn landamęra hefur ķ įr haft į sér norręnt yfirbragš, 28 september n.k frį kl 9.00 til 16.00 veršur sķšan haldin aš Grand hótel rįšstefna um ķmynd fatlašra ķ fjölmišlum og listum.
Rįšstefnan er samstarfsverkefni Listar įn landamęra į Ķslandi, Norręna velferšar mišstöšvarinnar og menntamįlarįšuneytisins į Ķslandi. Rįšstefna žessi er jafnframt hluti af verkefni Ķslands sem formennskulands ķ norręnu samstarfi įriš 2009. Į rįšstefnu žessari veršur sjónum manna beint aš hvernig fatlašir og fötlun birtist ķ fjölmišlum og listum. Samhliša er tekiš til umręšu m.a hvaša skyldur felist ķ 30 grein samnings Sameinu Žjóšanna um réttindi fatlašra žar sem segir.
Ašildarrķkin skulu gera višeigandi rįšstafanir til žess aš fatlašir
fįi tękifęri til aš žroska og nota sköpunargįfu sķna og listręna og
vitsmunalega getu, ekki einvöršungu ķ eigin žįgu heldur einnig ķ
žvķ skyni aš aušga mannlķf ķ eigin samfélögum
Einnig veršur hugmyndafręši og mikilvęgi hįtķšar eins og Listar įn landamęra tekin til skošunar.
Um kvöldiš veršur svo bošiš til veislu žar sem listahópurinn Dissimillis frį Noregi mun sżna okkur list sķna į stóra sviši Borgarleikhśssins.
Upplżsingar um rįšstefnuna birtast hér innan skamms.