Hátíðarlok í Vestmannaeyjum
2.6.2009 | 10:58
List án landamæra lauk um helgina með sýningu í Vestmannaeyjum. Þar opnaði myndlistasýning í Íþróttahúsi Vestmannaeyja á verkum þeirra sem þátt tóku í myndlistasamkeppni á vegum Íþróttafélagsins Ægis. Samhliða var opnun fjölskylduhelgar sem hefur verið álegur viðburður í Vestmannaeyjum síðustu ár. Íþróttafélagið hefur lengi gefið út jólakort og selt til styrktar íþróttastarfi fatlaðra í Vestmannaeyjum. Að þessu sinni var haldin samkeppni innan félagsins um myndefni kortanna og verk þeirra sem hlutu 1. og 2. sæti voru prentuð á kortin sem seld voru fyrir jólin. Þátttaka var mjög góð og er nú afrakstur samkeppninnar í heild til sýnis. Sýningin verður opin í sumar og gefst öllum gestum Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja tækifæri til að skoða myndverkin.