Yfirstandandi sýningar á List án landamæra


Reykjavík

Lennon og Baktus í Listasal Mosfellsbæjar.
Þar sýna þau Davíð Örn Halldórsson, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Sigga Björg Sigurðardóttir, Ísak Óli Sævarsson, Baldur Geir Bragason, Gauti Ásgeirsson og Aron Eysteinsson.
Sýningin stendur til 23.maí. www.mos.is/default.asp?sid_id=35138&tId=1

Fabulous Monsters og Sólarupprás í Vatnsmýrinni í Norræna Húsinu
Þar sýnir listafólk frá Danmörku og Sólheimum í Grímsnesi frábær verk.
Sýningin stendur til 17.maí. www.nordice.is

Lækur sýnir á Café Aroma í Hafnarfirði
Elín Dóra Elíasdóttir, Anna Lísa Sigurðardóttir, Ester Landmark, Guðrún Guðlaugsdóttir, Svava Ingþórsdóttir, Ragnhildur Siggeirsdóttir og Hildur Dögg Guðmundsdóttir sýna verk sín á Café Aroma.

Sápukúlur á Mokka
Bjargey Ólafsdóttir og Ingvar Þór Ásmundsson sýna ljósmyndir.
Sýningin stendur til 14.maí. www.mokka.is

Stjarnan mín á Borgarbókasafninu, aðalsafni
Á sýningunni Stjarnan mín sameinast stjörnur barna úr frístundaheimilum Kringlumýrar.

Norðurland

 

Rið á Bláu Könnunni á Akureyri
Finnur Ingi Erlendsson sýnir ljósmyndir frá Bolungarvík.
Sýningin stendur til 16.maí.

Safnasafnið á Svalbarðsströnd
- Safnvörður Huglistar
- Birtingarmynd-Ímynd-Sjálfsmynd
- Fólk og dýr úr leir
www.safnasafnid.is

Vappað inn í vorið í Ketilhúsinu á Akureyri
Sýning Huglistarhópsins á ljóðum, málverkum og skúlptúrum.

KALLI25 í Gallerí Ráðhúsi á Akureyri
Karl Guðmundsson sýnir verk sín.

Myndlist og Handverk í Setrinu á Húsavík
Til sýnis eru myndir, handgerðir skartgripir og fleira handverk eftir notendur í Setrinu.
Sýningin er opin 11-13 maí frá kl.12-16.

Norður heimsskautið í Amtsbókasafninu á Akureyri
Hópur úr Fjölmennt á Akureyri sýnir fjölbreytt verk unnin út frá þemanu ´´Norður heimsskautið´´.
Sýningin stendur til 30.júní.





 

 

 

 

 

 

 


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband