Stjarnan mín, Hótel Hrollsstaðir og Söngkeppni Tipp Topp 6.maí

6.maí Stjörnur 

Stjarnan mín

Á sýningunni Stjarnan mín sameinast stjörnur barna úr frístundaheimilum Kringlumýrar. Frístundaheimilin eru Gulahlíð, Álftabær, Glaðheimar, Krakkakot, Laugarsel, Neðstaland, Sólbúar og Vogasel. Öll börnin gera sína eigin stjörnu sem er einstök og öðruvísi. Í gegnum það ferli var rætt um hvað við erum öll einstök en samt eins. Stjörnurnar sameinast svo í einu verki sem er risastór hnöttur sem mun hanga til sýnis í Borgarbókasafninu. Sýningin opnar klukkan 15 og stendur til
 
 
Hótel Hrollsstaðir
 
Leikhópurinn Tjarnarhópurinn sýnir Hótel Hrollsstaði í Iðnó í dag klukkan 16:30 (hálf 5).
Þetta er hryllingsleikrit sem leikendur sömdu sjálfir.
Leikendur eru
Andri Freyr Hilmarsson, Arnbjörg Magnea Jónsdóttir, Auðun Gunnarsson, Ástrós Yngvadóttir, Bjarki Erlingsson, Edda Sighvatsdóttir, Elín Ólafsdóttir, Gísli Björnsson, Guðmundur Stefán Guðmundsson, Hildur Sigurðardóttir, Halldóra Jónsdóttir, Halldór Steinn Halldórsson, Íris Björk Sveinsdóttir, Rut Ottósdóttir og Sigurgeir Sigmundsson. Kennarar: Anna Brynja Baldursdóttir,Guðlaug María Bjarnadóttir og
Guðný María Jónsdóttir.

 
 
Söng-keppni Tipp Topp

Tipp Topp, félagsmiðstöð fyrir fatlaða heldur sína árlegu söngkeppni í kjallara Hins Hússins. Gefin verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, ásamt því verða veitt verðlaun fyrir flottasta búninginn og flottasta atriðið. 
Húsið opnar kl. 17.00, keppnin hefst kl. 19.00 og húsið lokar kl. 22.00.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband