Egilsstaðir 3.maí
2.5.2009 | 21:58
Dagskrá á Egilsstöðum 3.maí
Lista-hátíð í Slátur-húsinu á Egils-stöðum
Tími: 14 18 ( 2 6)
Ævin-týrið Leik-list kl. 14:00
Leiksmiðja fyrir fatlaða þar sem grunnþemað er ÆVINTÝRI.
Lista-smiðja Leik/Mynd
Listasmiðjan Leik/Mynd er unnin í samstarfi við listasmiðjuna Ævintýrið Leiklist.
Danssýning barna úr Hallormsstaðaskóla kl. 15:00
Sýning barna 6-9 ára á ýmsum dönsum.
Huggulega hljómsveitin kl. 15:30
Tónlistarflutningur mjög huggulegrar hljómsveitar í geðveika kaffihúsinu. Tónlistarmennirnir Óðinn Gunnar, Matti, Kati, James og Xabi leika af fingrum fram.
Anna Thastum, trommudansari frá Grænlandi flytur seiðmagnaðan grænlenskan gjörning kl. 16:00
Ekki missa af þessum einstaka viðburði frá góðum nágranna okkar frá Grænlandi.
Geð-veikt kaffi-hús opið kl. 14-18
Boðið verður upp á ljúffengar veitingar, ljóðaupplestur og fl. óvænt. Sala á fallegu handverki frá Stólpa. Prjónar, læknasloppar og spennitreyjur velkomnar!
Ýmsir íbúar sveitarfélagsins, skjólstæðingar Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, nemendur grunnskólanna á Fljótsdalshéraði og Menntaskólans á Egilsstöðum búa til sjálfsmyndir úr ólíkum efnivið og sýna afrakstur í Sláturhúsinu. Leir-list
Leirlistarsýning nemenda Anne Kampp leirlistakonu.
Fallegir gripir til sýnis og sölu.
Frjáls eins og fuglinn
Stutt námskeið var haldið 4. apríl þar sem um 60 þátttakendur bjuggu til fugla úr þæfðri ull, vír, silki, pappír o.fl. Í framhaldi af námskeiðinu birtast fuglarnir á óvæntum stöðum á Egilsstöðum fram að 3. maí sem boðberar friðar og sköpunarfrelsis persónunnar.