Samsýning í Ráðhúsinu
29.4.2009 | 15:24
Fimmtudaginn 30.apríl kl.17 (5) opnar árleg samsýning Listar án landamæra í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fjölmargt listafólk sýnir fjölbreytt verk og salurinn iðar af lífi.
Meðal verka er taflborð og taflmenn úr gleri, stórt smyrnað verk af forseta vor og frú hans, fjölbreytt málverk, handgerðar brúður hengdar á risastóran tréskúlptúr, teiknimyndasögur,teikningar, skúlptúrar, kertainnsetning, og ákflega töff áprentaðir bolir og sokkar. Við opnunina kemur fram grænlenskur trommudansari, Anna Thastum frá Kulusuk og flytur kynngimagnaðan gjörning og Valur Höskuldsson ljóðskáld les úr verkum sínum.
Sýnendur eru: Hermann Guðjónsson, Hringur Úlfsson, María Strange, Helga Jóhannsdóttir, Björn Sölvi, Aðalsteinn Bjarni Björnsson, María Dröfn Þorláksdóttir,Ari Svavar Guðmundsson, Garðar Reynisson, Ingvar Þór Ásmundsson, Steinunn Jóhannsdóttir, Bryndís Ósk Gísladóttir, Sigríður Huld Ragnarsdóttir, Sigurgeir Atli Sigumundsson, Vigdís Bjarnadóttir, Erna Sif Kristbergsdóttir, Agnar Guðni Guðnason, Erla Grétarsdóttir, Gígja Thoroddsen, Ármann Kummer Magnússon, Óskar Viekko Brandsson, Stefán Júlíus Arthursson. Margeir Þór Hauksson, Sigtryggur Einar Sævarsson, Friederike Hesselmann, Linda Rós Lúðvíksdóttir, Halldór Dungal, hópur frá Bjarkarási og Ásgeir Valur Sigurðsson.