Lækur, Karavana og Sólheimakórinn
27.4.2009 | 22:30
28.apríl, þriðju-dagur
Lækur á Café Aroma
Tími: 14:00 (2)
Café Aroma, Firði, 200 Hafnarfjörður
Lækur er staður fyrir fólk sem átt hefur við geðraskanir að stríða. Lækur stendur við lækinn í Hafnarfirði þar sem fuglalíf er fjölbreytt. Þeir sem standa að Læk eru Rauði kross Íslands, Hafnarfjarðarbær og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Rekjanesi. Markmið Lækjar er að draga úr félagslegri einangrun og styrkja þannig andlega og líkamlega heilsu. Mikil áhersla er lögð á menningu og listir í starfsemi Lækjar.
Sýndar verða myndir frá námskeiði sem staðið hefur frá 12. mars 2009 í Læk.
Kennari á þessu námskeiði er Kristinn Elíasson myndlisarmaður. Þeir sem taka þátt í sýningunni er Elín Dóra Elíasdóttir, Anna Lísa Sigurðardóttir, Ester Landmark, Guðrún Guðlaugdóttir, Svava Ingþórsdóttir, Ragnhildur Siggeirdóttir og Hildur Dögg Guðmundsóttir
´´Wonderfull Copenhagen´´ - Dásamlega Kaup-manna-höfn í Norræna HúsinuTími: 19:30 ( hálf 8)
Norræna Húsið, Sturlu-götu 5 ( Í Vatns-mýrinni)
Frítt er á sýninguna
Karavana frá Árósum í Danmörku sýnir verkið Dásamlega Kaupmannahöfn. Hópurinn hefur starfað í 15 ár og samanstendur af atvinnuleikhúsi, hljómsveit og hópi myndlistafólks. Leikararnir, tónlistafólkið og myndlistamennirnir eru öll fatlað fullorðið fólk. Frá stofnun hefur Karavana verið virkur þátttakandi í menningarlífinu í Danmörku og skapað fjölmörg leikrit, tónverk og listaverk. Verk og uppsetningar hópsins eru sögð vera lifandi, hrífandi og aðgengileg. Þau eru mjög meðvituð um gæði og gera miklar kröfur til sjálfs sín. Þau nota verk sín og list til þess að hrífa áhorfendur með sér og bjóða þeim í einstakan og óvenjulegan heim, þar sem fjölbreytileiki, forvitni, hreyfanleiki og húmor ræður ríkjum.
Þátttaka þeirra skiptist í annars vegar myndlistasýningu og hins vegar leikverk þar sem þau sýna sambland af leik og tónlist. Leikverkið ber heitið ´´Wonderful Copenhagen´´ eða Dásamlega Kaupmannahöfn. Þetta er hjartnæmt verk um drauma, ást og lifsgleði. Verkið er ferðalag þar sem ævintýri HC Andersen blandast draumum, þrám og sannri ást í nútímanum.
Þátttakendur eru:
Hans Peter Knudsen, Hanne Bitten Pedersen, Gidda Stadager, Karin Iversen, Torben Hedegaard, Søren Koopman, Henrik Dalsgaard, Kenneth Gammelgaard Jensen, Lisbeth Handberg, Niels Christian Grøn, Bent kehlet, Henrik Harry Danielsen, Sonja Fugl, Erik Nielsen, Pia Bech Andersen, Pia Wulff Laursen, Uffe Diettmer, Hans Nielsen, Ulla Braaby, Liné Thordarsson, Inge Sølvsten og Janne Andreasen
Sólheimakórinn
Félagar úr Sólheimakórnum halda stutta tónleika á undan leikverkinu. Á efnisskránni eru m.a. lög úr leikritinu Skógarlíf sem Leikfélag Sólheima sýnir um þessar mundir. Sólheimakórinn hefur orð á sér fyrir glaðlega framkomu og söng frá hjartanu.