Fabulous monsters og Sólarupprás í Norræna Húsinu

Pia Bech FABOLOUS MONSTER 80x110 cm[1]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á laugardaginn, 25. apríl, kl. 15 verða opnaðar sýningarnar “Fabulous Monsters” (Yndisleg skrímsli) og “Sólarupprás í Vatnsmýrinni” í Norræna húsinu.

“Yndisleg skrímsli” er sýning hins danska Karavana hóps. Hópurinn hefur starfað í 15 ár og samanstendur af atvinnuleikhúsi, hljómsveit og hópi myndlistafólks. Leikararnir, tónlistafólkið og myndlistamennirnir eru öll fatlað fullorðið fólk. Frá stofnun hefur Karavana verið virkur þátttakandi í menningarlífinu í Danmörku og skapað fjölmörg leikrit, tónverk og listaverk. Í myndum þeirra hitta áhorfendur fyrir yndisleg skrímsli og skordýr í litríku umhverfi. Í skúlptúrunum eru tjáðar innri tilfinningar listafólksins eins og ótti, vinátta og ást.

 “Sólarupprás í Vatnsmýrinni" er sýning listamanna frá Sólheimum.Innblástur listamannanna kemur víða að, allt frá náttúrunni til innsta kima sálarinnar. Hér getur að líta falleg verk sem unnin eru úr ólíkum efnum eins og þæfðri ull, leir, tré, vatnslitum og olíupastel. Sýningin í Norræna húsinu stendur til 17. maí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband