TVÍVÍDD Í ÞRÍVÍDD

Tví-vídd í þrí-vídd
Tími: 16 - 18 ( 4-6)
Gallerí Tukt,
Hinu Húsinu, Pósthús-stræti 3-5, 101 Reykjavík.
Hjólastóla-inngangur er Hafnar-strætis-megin.

22.apríl tvívídd í þrívídd2

Nemendur starfsbrautarinnar í Fjölbrautskólanum í Garðabæ sýna afrakstur vetrarins í myndlist, þar sem þeir hafa unnið form bæði í tvívídd og þrívídd. Nemendur hafa unnið ákveðin verkefni þar sem þeir þurfa að tjá sig á myndrænan hátt, bæði í tvívídd og þrívídd. Nemendur nota fjölbreyttar aðferðir við myndvinnslu þannig að þeir þjálfist í að tjá sig á ólíkan máta. Inn á milli hefur kennslan verið brotin upp með myndskoðun og listaverk bandaríska myndhöggvarans Alexander Calder skoðuð.

Sýnendur:
Aron Ragúel Guðjónsson, Aron Sigurbjörnsson, Egill Steinþórsson, Hringur Úlfarsson, Ísak Óli Sævarsson, Jakob Alexander Aðils, Jónatan Nói Snorrason, Kristján G.Halldórsson og Þórunn Kristjánsdóttir.
Kennari: Sari Maarit Cedergren.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gagnrýni harðlega að engin leið sé til nánast til þess að hafa samband við List Án Landamæra að fyrra bragði. Ég hafði ætlað að hafa samband við List Án Landamæra fyrir 23. apríl en það virðist vera gersamlega ómögulegt.

Engin farsímanúmer eru gefin upp og enginn hjá Fjölmennt er með farsíma Margrétar sýningarstýru sem stendur. Auk þess gengur ekki að bjóða upp á sambandsmöguleika á síðunni sem enda á vef umsjónarmanna vefsíðu Morgunblaðsins. Þannig að , til þess að það sé hægt fyrir fleiri að geta sýnt í tæka tíð á vegum Listar Án Landamæra verða að vera til e.k. sambandsleiðir svo að fólk sé ekki úti á gati á síðasta snúningi og þurfi að bíða í heilt ár til þess að geta komist að aftur og verði þar með af tugum þúsunda í tekjur fyrir listaverk. 

Ásgeir Valur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 13:56

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband