Dagskrá Listar án landamæra 2009

26.apríl Sólarupprás í Vatnsmýrinni
 

 - Nú liggja fyrir loka-drög að dagskrá Listar án landa-mæra 2009

- Atburðir verða um allt land og eru um 50 talsins.

- Hátíðin verður sett í Iðnó, við tjörnina, á sumar-daginn fyrsta 23. apríl klukkan 15 ( 3 )

- Hátíðin stendur til 9.maí

- Hér eru upp-lýsingar um nokkra af atburðunum

- Dagskráin verður birt fljótlega

 

Dagskrá á höfuðborgarsvæðinu

22.apríl til 25.apríl

22. apríl, Miðviku-dagur

Tví-vídd í þrí-vídd
Tími: 16 – 18 ( 4-6)
Gallerí Tukt,
Hinu Húsinu, Pósthús-stræti 3-5, 101 Reykjavík
Hjólastóla-inngangur er Hafnar-strætis-megin

Nemendur starfsbrautarinnar í Fjölbrautskólanum í Garðabæ sýna afrakstur vetrarins í myndlist, þar sem þeir hafa unnið form bæði í tvívídd og þrívídd.
Nemendur hafa unnið ákveðin verkefni þar sem þeir þurfa að tjá sig á myndrænan hátt, bæði í tvívídd og þrívídd. Nemendur nota fjölbreyttar aðferðir við myndvinnslu þannig að þeir þjálfist í að tjá sig á ólíkan máta. Inn á milli hefur kennslan verið brotin upp með myndskoðun og listaverk bandaríska myndhöggvarans  Alexander Calder skoðuð.
Sýnendur: Aron Ragúel Guðjónsson, Aron Sigurbjörnsson, Egill Steinþórsson, Hringur Úlfarsson, Ísak Óli Sævarsson, Jakob Alexander Aðils, Jónatan Nói Snorrason, Kristján G. Halldórsson, Þórunn Kristjánsdóttir. Kennari: Sari Maarit Cedergren  


23. apríl, Fimmtu-dagur 

Opnunar-hátíð Listar án landa-mæra í Iðnó
Tími: 15:00 ( 3)

Iðnó, Vonar-stræti 3, 101 Reykjavík

                                                                       

 

  - Setning hátíðarinnar
- 90´s Pop Golden StarsAfrakstur klúbbastarfs Hins Hússins 2008-2009. Tískuklúbbur sýnir tísku 10.áratugarins            og dansar við tónlist sem tónlistarklúbbur hefur samið.
Fram koma: Helga Sigríður Jónsdóttir, Marta Sóley Helgadóttir, Gunnar Þorkell   Þorgrímsson, Erla Kristín Pétursdóttir, Ásta Hlöðversdóttir, Rakel Aradóttir, Kolbeinn Jón Magnússon, Guðrún Sara Sigurðardóttir, Þórný Helga Sævarsdóttir, Ingibjörg Helga Pálsdóttir, Elín Björt Gunnarsdóttir og Þór J. Þormar
- Hjólastólasveitin  Kolbrún Dögg og Leifur Leifsson flytja uppistand
- Kór Orkuveitu Reykjavíkur og Blikandi Stjörnur flytja saman nokkur lög.
- Tónlistaratriði     



Sápu-kúlur á Mokka
Tími: 16:30 (hálf 5)
Mokka Skólavörðustíg 3a, 101 Reykjavík 

Bjargey Ólafsdóttir og Ingvar Þór Ásmundsson sýna ljósmyndir.   


24. apríl, Föstu-dagur 


Lennon og Baktus
Tími: 17:00 ( 5 )
Lista-salur Mosfells-bæjar
Kjarna, Þverholti 2,  270 Mosfellsbær.
Innan-gengt er í salinn úr Bóka-safni Mosfells-bæjar
Sýningin stendur til 23.maí 

Í Listasal Mosfellsbæjar sýnir hópur myndlistafólks sem kom sér saman um að fylla

salinn af myndlist. Fullt hús af myndlist, allir veggir fullir, öll gólf full.

Í aðdraganda sýningarinnar hefur listafólkið unnið saman að verkum sínum í pörum.

Sýnendur eru: Sigga Björg Sigurðardóttir og Ísak Óli Sævarsson, Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Davíð Örn Halldórsson og Baldur Geir Bragason ásamt þeim Gauta Ásgeirssyni og Aroni Eysteinssyni.

  

25. apríl, Laugar-dagur 

Sýning Karavana og Sólheima í Norræna HúsinuTími: 15:00 (3)

Norræna Húsið, Sturlu-götu 5 ( Í Vatns-mýrinni)

www.solheimar.is

www. nordice.is

Sýningin stendur til 17.maí og er opin á opnunartíma Norræna Hússins

  

Fabulous Monsters 

Sýning frá Árósum, hluti af hópnum Karavana.
Sýnendur eru Pia Bech Andersen, Rikke Andersen, Else Christensen, Betina Ernstsen, Rikke Lydum Holm, Pia Wulff Laursen, Sara Lund, Rikke Hildebrandt, Bodil Schou, Louise Thykær og Anne Sofie Duus

 Sólar-upprás í Vatns-mýrinni  

Allt frá stofnun Sólheima árið 1930 hefur verið rík hefð fyrir allskyns menningar- og listastarfi enda var það einn af þeim áhersluþáttum sem Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir,brautryðjandi og stofnandi Sólheima, lagði upp með. Þessi áhersla hefur skilað sér í gríðarlega fjölskrúðugu safni listmuna sem okkur langar til að sem flestir njóti með okkur. Vinnustofurnar á Sólheimum eru eins mismunandi og þær eru margar og bera verkin þess glögglega merki. Þar er unnið með ólík efni eins og  þæfða ull,leir,tré,vatnsliti og olíupastel. Einnig má nefna einstaklega skemmtilegar útsaumsmyndir. Verkin eru bæði hlutbundin og óhlutbundin og innblásturinn kemur víða að, allt frá náttúrunni til innstu og órannsakanlegustu kima sálarinnar. 
Sýnendur eru Ágúst Þorvaldur Höskuldsson, Árni Alexandersson, Ásta Hlíf Ágústsdóttir, Ebba Þuríður Engilbertsdóttir, Einar Baldursson, Elísabet Yuka Takefusa, Guðrún Rósalind Jóhannsdóttir, Helga Alfreðsdóttir, Inga Jóna Valgarðsdóttir, Jolanta Maria Zawadzka, Pálína Erlendsdóttir, Ruth Hjaltadóttir og Þorbjörg Sigurðardóttir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband