Dásamlega Kaupmannahöfn og Karavana

IMG_2773 

Í vor kemur hingað hópurinn Karavana frá Árósum í Danmörku. Hópurinn hefur starfað í 15 ár og samanstendur af atvinnuleikhúsi, hljómsveit og hópi myndlistafólks. Leikararnir, tónlistafólkið og myndlistamennirnir eru öll fatlað fullorðið fólk. Frá stofnun hefur Karavana verið virkur þátttakandi í menningarlífinu í Danmörku og skapað fjölmörg leikrit, tónverk og listaverk. Verk og uppsetningar hópsins eru sögð vera lifandi, hrífandi og aðgengileg. Þau eru mjög meðvituð um gæði og gera miklar kröfur til sjálfs sín. Þau nota verk sín og list til þess að hrífa áhorfendur með sér og bjóða þeim í einstakan og óvenjulegan heim, þar sem fjölbreytileiki, forvitni, hreyfanleiki og húmor ræður ríkjum.  Þátttaka þeirra skiptist í annars vegar myndlistsýningu og hins vegar leikverk þar sem þau sýna sambland af leik og tónlist.  Leikverkið ber heitið ´´Wonderful Copenhagen´´ eða Dásamlega Kaupmannahöfn. Þetta er hjartnæmt verk um drauma, ást og lifsgleði. Verkið er ferðalag þar sem ævintýri HC Andersen blandast draumum, þrám og sannri ást í nútímanum. Gestgjafi þeirra og gjöfull stuðningsaðili Listar án landamæra er Norræna Húsið.

Myndlistasýningin opnar laugardaginn 25.apríl klukkan 15:00 í sýningarsal Norræna Hússins í kjallara en gjörningurinn verður þriðjudaginn 28.apríl klukkan 19:30 í ráðstefnusal Norræna hússins á efri hæð. Í lok gjörningsins verður flutt áhugavert erindi um hópinn og starfsemi hans

IMG_2756


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband