Sjeikspír Karnival Halaleikhópsins
3.2.2009 | 14:15
Halaleikhópurinn kynnir:
Þann 31. janúar s.l. frumsýndi Halaleikhópurinn leikritið
Sjeikspírs Karnival, í leikgerð og leikstjórn Þrastar
Guðbjartssonar. Þetta er ærslafullur gamanleikur, sem gerist á einum
sólarhring í Illiríu, á Karnivali hjá Orsínó greifa.
Halaleikhópurinn var stofnaður 27. september 1992 með það að markmiði að iðka
leiklist fyrir alla og hefur starfað óslitið síðan.
Á þessum árum sem liðin eru frá stofnun Halaleikhópsins, hafa verið settar upp
sýningar á hverju ári og stundum fleiri en ein og hafa þær jafnan vakið mikla athygli.
Það má segja að Halaleikhópurinn, hafi opnað nýja vídd í starfi leikhópa hér á landi,
þar sem fengist er við leiklist á forsendum hvers og eins.
Sýnt er í Halanum, Hátúni 12, 105 Reykjavík. (Gengið inn að norðanverðu) Nánari
upplýsingar er að finna á vef Halaleikhópsins www.halaleikhopurinn.is