Hátíð lokið

Þá er formlegri dagskrá Listar án landamæra lokið þetta árið.

Enn standa þó yfir nokkrar sýningar:

Huglist og verk Ingvars Ellerts Óskarssonar eru til sýnis í Safnasafninu á Svalbarðsströnd fram á haustið.

Fjölmennt sýnir í Amtsbókasafninu á Akureyri og er sýningin opin til loka júní.

Sýning Guðrúnar Bergsdóttur á Mokka stendur til 17.maí

Í Norræna Húsinu sýnir finnskt listafólk, Fjölmennt og Fjölbraut í Garðabæ og stendur sýningin til mánaðarmóta maí/júní.

Að auki opnar sýning Ísaks Óla Sævarssonar í Gallerý Tukt um næstu helgi, laugardaginn 17.maí kl.16.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband