Opið hús í Iðjubergi 6-8 maí
6.5.2008 | 10:54
6.maí, þriðjudagur
Opið Hús hjá Iðju-bergi dagana 6 8.maí
Tími: 9:30-11:30 og 13:30-15:30
Iðjuberg, Gerðubergi 1, 111 Reykjavík
Iðjuberg er dagþjónusta og verndaður vinnustaður fyrir fjölbreyttan hóp fatlaðra á aldrinum 25 ára og uppúr. Boðið er upp á heils dags-og hálfs dags störf.Listiðja stendur öllum til boða. Þar er áhersla lögð á að tilboð séu við hæfi. þar eru unnin margvísleg verkefnin. Þæfing úr ull, málun, skartgripagerð, keramikvinna, og samvinnuverkefni með hæfingunni. Öll tilboð miðast við getu og áhuga þjónustuþeganna.