Akureyri 3.maí

Verið hjartanlega velkomin á dagskrá Listar án landamæra á Akureyri.
Laugardaginn 3.maí.

Við minnum einnig á að nú standa yfir sýningar Huglistar og Ingvars Ellerts Óskarssonar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd.
Akur-eyri

3. maí, laugardagur

Mynd-list á Akur-eyri
Tími: 15:00
Snúist í Hringi, sýning
Rósu Júlíusdóttur og Karls Guðmundssonar
Sýning stendur til 18. maí
Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Karl Guðmundsson (Kalli) og Rósa Kristín Júlíusdóttir hafa unnið saman að listsköpun í
fjöldamörg ár, bæði sem kennari og nemandi en líka sem félagar/vinir í listinni. Þau hafa
haldið sameiginlegar listsýningar og tekið þátt í margskonar samsýningum. Einnig hafa þau
haldið fyrirlestra um samvinnu sína í tengslum við sýningarnar og á ráðstefnu um menntamál.
Karl Guðmundsson útskrifaðist af myndlistabraut Verkmenntaskólans á Akureyri
vorið 2007 og í mörg ár hefur hann komið á vinnustofu Rósu Kristínar til náms og leiks. Karl
býr yfir  næmri listrænni tilfinningu.
Rósa Kristín útskrifaðist úr málunardeild Listaakademíunnar í Bologna á Ítalíu. Hún
kenndi við Myndlistaskólann á Akureyri frá 1980 – 2000 og var stundakennari við LHÍ í nokkur ár.
Rósa er lektor í myndlistakennslu við Háskólann á Akureyri.
DaLí Gallerý

Brekkugötu 9, 600 Akureyri
daligallery.blogspot.com
Starfsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri
sýnir úrval verka nemenda í DaLí Gallerý. Meðal
annars má sjá myndbandsverk, textíl, málverk,
teikningar og skúlptúra.Sýningin stendur til sunnudagsins 11. maí.
Allir hjartanlega velkomnir.
Opið hús í Lautinni
Tími: 14:00 – 17:00 (2 – 5)
Brekkugata 34, 600 Akureyri
www.redcross.is
Ýmis listaverk, handverk og ljóð til sýnis og
gómsætar kaffiveitingar til sölu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband