Finnar, Fjölmennt, Frida Kahlo og FG í Norræna Húsinu 1.maí

1.maí, fimmtudagur 

Víkinga-öldin og Fjöl-mennt í Norræna Húsinu
Tími: 15:00 (3)
Norræna Húsið, Sturlu-götu 5 (í Vatns-mýrinni)
www.kettuki.fi, www.nordice.is, www.fjomennt.is
 

Víkinga – öldinSýning 22 finnskra listamanna í Norræna Húsinu. Sýnendurnir koma úr Pettula vocational school og úr Kettuki listmiðstöðinni í borginni Hämeenlinna í Finnlandi.
Kettuki listmiðstöðin er ætluð fólki með námsörðugleika og hóf starf sitt sumarið 2006.
Markmið Kettuki er að koma list fólks með fötlun á framfæri á heimsvísu og auka veg hennar og vanda. Auk þess að  auka tækifæri fyrir fatlað fólk til þess að læra og stunda listiðju bæði faglegu- og tómstunda samhengi.Þema myndanna er: Ísland, íslenskt landslag og kirkjur, fólk og víkingar.  

Fjöl-mennt
Fjölmennt sýnir verk sín í Norræna Húsinu og sem fyrr er það gleðin og fjölbreytnin sem höfð er að leiðarljósi. Nú eru það  Mexíkó og kjólarnir hennar Fridu Kahlo sem meðal annars hefur veitt okkur innblástur. Á sýningunni eru verk unnin í leir, pappamassa, málverk og leikföng.
Það er bæði skemmtilegt og gefandi að kynnast menningu annarra landa og skerpir skilning okkar á því að framtíð okkar veltur ekki á einsleitni fyrri kynslóða heldur fjölmenningu komandi kynslóða. Það er verkefni sem mætir okkur öllum og lykillinn að betri heimkynnum. Verkin eru eftir nemendur í Fjölmennt á Akureyri og Fjölmennt í Reykjavík.

 

Sýning starfs-brautar FG í anddyri Norræna HússinsTími: 15:00 (3)
Nemendur starfsbrautar fjölbrautaskólans í Garðabæ sýna myndverk sem þeir hafa unnið að í vetur.Myndefnið er portrett, stúdía á sjálfsmynd með fjölbreyttum aðferðum svo sem akrýlmálun, gifs og grímur.
Sýnendur eru: Aron Ragúel Guðjónsson, Aron Sigurbjörnsson, Egill Steinþórsson, Ísak Óli Sævarsson, Jakob Alexander Aðils, Ólafía Sigrún Erlendsdóttir, Þórunn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband