Dagskrá 19.apríl, Reykjavík og Akureyri

19.apríl, laugardagur 

Gjörningur Átaks við Al-þingis-húsiðTími: 13:00 (1)

Mæting fyrir framan Al-þingis-húsið
Kirkju-stræti, 101 Reykjavíkwww.lesa.is 
-
Átak, félag fólks með þroska-hömlun mun taka þátt í við-burðum ,,List án landa-mæra” í ár , líkt og undan-farin ár. 
Átak mun standa fyrir gjörningi sem mun eiga sér stað þann 19.apíl á laugar-degi. Gjörn-ingurinn byrjar kl 13:00 (1). Æski-legt er að fólk væri komið fyrir kl 13 (1).
Mæting verður hjá Al-þingis-húsinu við Austur-völl og  ætlunin er að mynda hring um Al-þingis-húsið þ.e að fólk haldi hönd í hönd og nái að standa hring um bygginguna.
Gjörningurinn felur ekki í sér mótmæli að neinu tagi, honum er ætlað að minna á til-veru okkar og sam-stöðu sem erum þroska-hömluð.
Eftir gjörn-inginn er upp-lagt að fara yfir á kaffi-húsið í Kaffi Rót. Við hvetjum alla að koma sem hafa áhuga að gera þetta að veru-leika með okkur. 
Átak félag fólks með þroska-hömlun
 
-

Geð-veikt kaffi-hús Hugar-afls á Kaffi RótTími: 12:00 – 17:00 (12 -5)Kaffi Rót, Hafnarstræti 17
www.Hugarafl.is


Manískar veitingar og kaffi til sölu. Undarlegar en skemmtilegar uppákomur og alls kyns geðveiki.

Hand-verks-markaður
Tími: 12:00 – 17:00 (12-5)
Kaffi Rót, Hafnarstræti 17

Glæsilegt handverk til sýnis og sölu. Meðal annars vörur frá Bjarkarási og Gylfaflöt

Akureyri

 Safna-safniðTími: 14:00 (2)

Svalbarðs-strönd

601 Akureyri
www.safnasafnid.is

 

Safnasafnið býður upp á fjölbreytt lista- og menningarstarf sem hefur
vakið athygli heima og erlendis. Það varðveitir meginn hluta bestu
eintaka alþýðulistar þjóðarinnar, 4.840 verk, og á að auki um 200
verk eftir nútímalistamenn Safnasafnið er með samlegðaráhrifum orðið eitt stærsta og
mikilvægasta listasafnið á landinu, grundvallað á skipulagðri söfnun
í áratugi. Flutningur þess í eigið húsnæði markar spennandi tímamót
og sýningar vekja eftirvæntingu gesta ár eftir ár

Safnasafnið höfðar til barnsins í manninum og barnanna sjálfra, eflir
þau gildi í sköpun sem byggja á hreinni sýn, sjálfsprottinni
framsetningu, móttækileik, undrun, saklausri frásögn og tjáningu
Safnasafnið reynir að opna augu fólks fyrir ólíkum hlutum og
minningum, gagnsemi og listfengi, samhljómi persónulegrar iðju og
fjöldaframleiðslu, hvernig einn hlutur tengist öðrum, vísar í þann
þriðja og á hugsanlega samleið með þeim fjórða

Safnasafnið reynir að standast ítrustu alþjóðlegar kröfur um
fagmennsku og ábyrgð, viðhaldur hugsjónum sínum um jafnrétti og
kynnir frumlegar hugmyndir. Það er gagnvirkt, flott og óútreiknanlegt

Gler-salur
19 apríl - 12. október 2008
Huglist, Akureyri
Árið 2007 stofnaði listafólk á Akureyri félagið Huglist, vettvang
fyrir fólk með geðræn vandamál sem vill vera sýnilegt í samfélagi við
aðra. Þau sýna í Safnasafninu á hátíðinni List án landamæra sýnendur eru
Stefán J. Fjólan, Finnur Ingi Erlendsson, Atli Viðar Engilbertsson, Brynjar Freyr Jónsson, Ragnheiður Arna Arnarsdóttir og Hallgrímur Siglaugsson


Austur-salur
19. apríl 2008 - 1. marz 2009
Ingvar Ellert Óskarsson (d), Reykjavík - pappírsverk
(639  verk eru varðveitt í safninu í 10 ár skv. samningi við bróður
höfundar, Guðmund Vigni Óskarsson, en síðan afhent safninu til eignar)

    
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Já,þessi gjörningur gekk mjög vel og heppnaðist líka mjög vel,allavega er ég upp í skýjunum.

Lesa má betur um gjörninginn á bloggsíðu minni.korntop.blog.is

Magnús Paul Korntop, 21.4.2008 kl. 01:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband