Nýjustu fréttir

Dagskráin fyrir hátíðina 2007 er nánast tilbúin og kemur hér á vefinn á næstu dögum.

Hér eru hins vegar upplýsingar um stóran gjörning sem verður þann 28.apríl við Reykjavíkurtjörn á vegum Listar án landamæra.

Tökum höndum saman, við þurfum á hvert öðru að halda

Reykjavíkurtjörn

28. apríl 2007 kl. 13 til 15

 
 
 


 Gjörningurinn byggir á þátttöku þinni við að skapa líf og list án landamæra! 
 
 

Gjörningurinn fer fram á gangstéttum við tjörnina þar sem myndaður verður hringur með þátttöku þinni. Fólk safnast saman kl. 13 til að mynda hringinn. Leið-beinendur gjörnings verða staðsettir víðsvegar í hringnum og aðstoða. Gangan hefst kl. 14 og þátttakendur ganga saman hönd í hönd einn hring í kringum tjörnina. Allir eru velkomir að mæta og taka þátt. 

Að taka höndum saman

Hringurinn er eitt af grunn-formunum. Hann felur í sér hreyfingu. Við erum gjörn á að flokka fólk og setja það í mismunandi kassa. Að taka


 
Reykjavíkurtjörn og gönguleiðin, sem er 1 km 

4.28.04 Tökum höndum saman copy

l

höndum saman og mynda hring óháð stétt og stöðu, augnlit eða útlitsgerð, krefst þess að við horfumst í augu við sjálf okkur. Sjóndeildar-hringurinn stækkar, við verðum ekki eins þröngsýn á lífið og færumst úr spori. 

Tjörnin táknar það að við horfumst í augu við okkur sjálf, speglum okkur í vatninu, og horfumst í augun á náunganum, sem við höldumst í hendur við. Þessi gjörningur er góð leið til að efla vitundarvakningu, sem þarf að eiga sér stað til þess að allir geti verið sýnilegir og tekið þátt í þjóðfélaginu á sínum forsendum.

 

 

Við hvetjum fólk til að fjölmenna á Tjörnina og hjálpa okkur að taka höndum saman, allan hringinn.

Nánari upplýsingar um gjörninginn má fá á síðunni http://tokumhondumsaman.blog.is
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband