Kynning á Share music 17.apríl

SHARE MUSIC - KYNNING 17. APRÍL

 Reykjavík 16-18aprl Share music

Share music Fjölmennt og List án landamæra standa fyrir tveggja daga smiðju í Reykjavík dagana 16-18. apríl. Þar mætist hópur fólks í skapandi smiðju þar sem lögð verður áhersla á tónlistarsköpun.

Fyrir áhugasama um starfsemi og aðferðir Share music verður kynning á Share music í Upplýsingamiðstöð Hins hússins,
Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík.
(Gengið inn um aðalinngang frá Pósthússtræti
eða með lyftu aftan við húsið í porti Hafnarstrætismegin)

Miðvikudaginn 17. apríl klukkan 18 (6).

Sophia Alexanderson, framkvæmdastýra Share Music , mun segja frá, svara spurningum og sýna myndir og myndbönd frá starfsemi og verkefnum samtakanna.

Hér er Share Music á facebook: http://www.facebook.com/sharemusicsweden og síðan þeirra: www.sharemusic.se. Ásamt því að það er mikið af áhugaverðu efni frá þeim inni á YouTube (Share music Sweden)

Endilega sendið okkur línu á: listanlandamæra@gmail.com eða hafið samband við Margréti í síma 691-8756 ef þið hafið spurningar.
Kær kveðja, Margrét hjá List án landamæra, Helga Gíslad. Hjá Fjölmennt og Sophia hjá Share Music.

 

Share music skipuleggja sýningar og námskeið í tónlist, dansi, leiklist og myndlist. Þau vinna með samskipan fatlaðra og ófatlaðra flytjenda í öllum listformum sem er hinn einstaki eiginleiki samtakana. 

Hér eru upplýsingar um leiðbeinendur Share music sem munu leiða smiðjuna: 

Mike Fry hefur unnið með samtökunum frá 2002 og leitt tónlistarsmiðjur í Svíþjóð og Albaníu. Mike starfar mikið á þessum vettvangi og samskipan er honum hugleikin. Mike er tónlistamaður og virkur í fjölbreyttu tónlistarstarfi.

,, Mike is a highly devoted ambassador of the Integrated Arts, who worked intensively to raise questions of different abilities and integration. Singer, songwriter and composer, a member of several music groups.‘‘

Tomas Hulenvik
er tónlistarmaður og mikill tæknimaður. Hann hefur áhuga á tækni til sköpun tónlistar fyrir fólk með ólíka hæfni.

,,Thomas is a workshop leader for Share music Sweden with a great interest in music technology for people with different abilities. He has been engaged in a number of projects both in Sweden and internationally. Musician, sound artist, composer in orchestral and electronic music."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband