Samtímalist með sjónlýsingu!

http://www.akademia.is/index.php/is/fraedasetrid/hoffmannsgalleri/um-hoffmannsgalleri
http://www.facebook.com/events/249665255159742/

Á degi íslenskrar tungu, föstudaginn 16. nóvember verður opnuð sjónlýsingarsýning á samtímalistaverkum, tveimur bókum, hljóðmynd og kvikmynd í Hoffmannsgalleríi ReykjavíkurAkademíunni.

Hoffmannsgallerí er samstarfsrými ReykjavíkurAkademíunnar og Myndlistaskólans í Reykjavík.

Sýningin stendur frá 16. nóvember 2012 til janúarloka 2013.
Opnun sýningarinnar verður 16. nóvember frá klukkan 16.00 - 18.00

Hoffmannsgallerí er á fjórðu hæð, í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar (lyfta er í húsinu). J.L. Húsinu, Hringbraut 121, 107 Reykjavík

Nánari upplýsingar um Hoffmannsgallerí:

http://www.akademia.is/index.php/is/fraedasetrid/hoffmannsgalleri/um-hoffmannsgalleri

Um sýninguna: Framangreind sýning verður haldin á samtímalistaverkum. Henni verður sjónlýst (e. audio described) og er kynnt sérstaklega félagsmönnum Blindrafélagsins.

Sjónlýsing er aðferð við að lýsa sjónrænu efni í orðum. Þannig er hún nokkurskonar þýðing sjónræns efnis, sem jafnframt má kalla þýðingu eins miðils í annan.

Sýningin hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2012

Sjónlýsingu semur Didda H. Leaman. Sjónlýsingu les Þórunn Hjartardóttir.

Opnunnartímar Hoffmannsgallerís eru virka daga frá 9:00 – 17:00


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband