Áhugaverðar upplýsingar og vefslóðir

IMG_6501

Kæru vinir.

Ferðin til Cork var sannarlega fræðandi, skemmtileg og mikill innblástur. Um tilraunaverkefni var að ræða en margir hópar og einstaklingar á Íslandi eiga fullt erindi til þátttöku í fjölbreyttri dagskrá bæði söngkeppninar sem og listahátíðarinnar sem fór fram samhliða keppninni. Á ráðstefnunni í Cork voru áhugaverðir fyrirlestrar og kynningar sem og vinnustofur og ýmsar uppákomur. Hér á eftir eru stuttar lýsingar og vefslóðir á viðburði á hátíðinni. Við þökkum kærlega fyrir stuðning yndislegs fólks og styktaraðila.
Kær kveðja, Tara, Gunnar Þorkell, Ólafur Snævar, Ásta Sóley, Hallbjörn og Margrét.  

Irish performing arts festival & European song competition: www.esf2012.eu og www.irishperformingarts.ie
Upplýsingar um keppnina og hátíðina.
 

Punky: www.punky.ie
Punky er aðalhetjan í teiknimyndaseríu um unga stúlku og fjölskyldu hennar. Punky er skemmtileg og hugmyndarík stúlka með Downs heilkenni. Teiknimyndin hefur verið sýnd í sjónvarpi á  Bretlandseyjum og sýningarréttur verið keyptur til skandinavískra sjónvarpsstöðva. 

 Carousel, Shut up and listen: www.shutupandlisten.org.uk
Lifandi tónlist, vettvangur og útvarpsstöð í Bretlandi þar sem stjórnendur og þátttakendur eru ungt fólk með þroskahömlun. 

Empo TV: www.empo.no
Empo TV er norsk sjónvarpsstöð þar sem fólk með þroskahömlun sér um dagskrárgerð.

Croi Glan www.croiglan.com
Croi Glan er nútíma dansskóli í Cork á Írlandi fyrir fatlað og ófatlað fólk. 

 Drake music: www.drakemusic.org
Drake music eru frumkvöðlar í kennsluaðferðum og tónlistarstarfi fyrir alla. ,,Drake Music breaks down disabling barriers to music through innovative approaches to learning, teaching and making music. Our focus is on nurturing creativity through exploring music and technology in imaginative ways. We put quality music-making at the heart of everything we do, connecting disabled and non-disabled people locally, nationally and internationally.''
 

Arts and disability Ireland: www.adiarts.ie
Landssamtök fyrir listir og fötlun á Írlandi. ,,Arts & Disability Ireland (ADI) is the national development and resource organisation for arts and disability.''


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband