HELGIN 12 og 13 maí.

1. 

Myndin er af Huldu Vilhjálmsdóttur og Gígju Thoroddsen, listakonum, við opnun sýningarinnar Fólk í mynd.


Listahátíðin List án landamæra hefur nú staðið yfir frá 18.apríl. Á tímabilinu verið á sjötta tug viðburða um allt land.

Um helgina eru sýningarlok á nokkrum sýningum sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Í Norræna húsinu lýkur sýningunni Fólk í mynd, samsýningu 11 listamanna. Þau eru Aron Kale, Bergþór Morthens, Erla Björk Sigmundsdóttir, Gígja Thoroddsen – GÍA, Hermann Birgir Guðjónsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ísak Óli Sævarsson, Kristján Ellert Arason, Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Snorri Ásmundsson. Leiðsögn verður um sýninguna á laugardaginn kl.15.

Sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur og Elínar S.M. Ólafsdóttur Við Suðumark  í Listasal Mosfellsbæjar lýkur einnig um helgina. Þar má sjá hrá og fersk verk Elínar og risastór útsaumsverk Kristínar.

Einstök útskurðarverk Gauta Ásgeirssonar og útsaumsverk Guðrúnar Bergsdóttir er hægt að sjá í Þjóðminjasafninu um helgina. En sýningu þeirra NÁL OG HNÍFUR  lýkur sunnudaginn 13.maí. Á Þjóðminjasafninu má einnig sjá sýninguna 8 heimar, sýning nemenda við Myndlistaskólann í Reykjavík.

 Sýning Ásgeirs Vals Sigurðssonar stendur yfir hjá samtökunum ´78 við Laugaveg 3. Henni lýkur 12.maí.


Á landsbyggðinni má sjá fjölbreytta sýningar. Á Egilsstöðum er sýningin Betri bær- List án landamæra í Sláturhúsinu Menningarmiðstöð.

  Í menningarmiðstöð Þingeyinga á Húsavík er sýning á mósaíverkum notenda Miðjunnar.

Í Hofi á Akureyri stendur yfir sýning Skógarlundar og Fjölmenntar og Ull og endurvinnsla er í geðræktarmiðstöðinni Setrinu á Húsavík.

Ekki missa af frábærum sýningum og viðburðum!!!! Kíkið í dagskrána hér á síðunni  og grípið tækifærið og sjáið verk eftir frábært listafólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband