Helgin 28 og 29. apríl - List og gleði

Um helgina er hægt að njóta fjölbreyttra viðburða á dagskrá Listar án landamæra.

 

Í færslunni hér á undan er góð lýsing á sýningunni Fólk í mynd í Norræna húsinu sem opnar laugardaginn 28.apríl klukkan 15 (3).

 

Sýningarlok eru á sýningunni Þrívídd í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar má líta gullfallegar litlar kindur, Risastórt hrafnshreiður og alla vega 2 krumma, fugla og furðufugla og trjáfólk úr Álafosskvosinni ásamt fleira af gullfallegum listaverkum. Mælt er með að fólk skoði hana á Laugardeginum en á sunnudaginn er hætt við að mikið verði af fólki í Ráðhúsinu í e.k. móttöku, 

 

Við Suðumark, sýning Elínar S.M. Ólafsdóttur og Kristínar Gunnlaugsdóttur stendur yfir í Listasal Mosfellsbæjar og Hönnun fyrir börn er í Handverki og hönnun í Aðalstrætinu. Verk Ásgeir Vals Sigurðarsonar má skoða hjá samtökunum ´78 Laugavegi 3 og sýningu Óskar Teódórssonar og Brynjólfs Guðmundssonar má skoða í Vin á Hverisgötunni. Sýninguna Lækjarliti má svo skoða á Café Aroma í Hafnarfirðinum. Og einstakt handbragð og listaverk þeirra Gauta Ásgeirssonar og Guðrúnar Bergsdóttur má sjá í Þjóðminjasafninu á sýningunni Nál og hnífur  ásamt sýningunni 8 Heimar. 

 

 

 

Sýningarlok - Skjaldarmerkið hennar Skjöldu

 

mynd úr boðskorti.png                      list án landamæra lógó.jpg

 

Sýningunni  Skjaldarmerkið hennar skjöldu með verkum eftir Atla Viðar Engilbertsson lýkur sunnudaginn 29.apríl. 

Atli Viðar hefur á undanförnum árum verið afkastamikill fjöllistamaður, samið tónlist og ritverk og sýnt verk sín víða, meðal annars í Safnasafninu við Eyjafjörð. Verkin sem Atli Viðar sýnir nú í Hafnarborg eru lágmyndir og skúlptúrar, einkum úr pappa og öðrum endurnýttum hráefnum, en endurnýting hefur í gegnum tíðina verið sem rauður þráður í verkum hans.

Nánar um sýninguna hér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband