Lækjarlitir á miðvikudag - Nál og hnífur og Átta heimar á fimmtudag
24.4.2012 | 22:27
25. apríl, miðvikudagur.
Lækjarlitir
Tími: 14 (2)
Café Aróma, Verslunarmiðstöðin Fiörður, Fjarðagata 13 15 Hafnarfirði
www.redcross.is/laekur
Á sýningu Lækjar verða sýnd myndlistarverk sem voru unnin í Læk á síðastliðnum vetri. Hluti verkanna voru unnin undir leiðsögn Ásu Bjarkar Snorradóttur myndlistarkonu og Ólafs Oddssonar sem kennt hefur tálgun í við. Sýnd verða olíumálverk og vatnslitamyndir. Einnig verða sýndir hlutir sem gerðir hafa verið úr þæfðri ull og tálgaðir í við. Sýnendur eru Smári Eiríksson, Kristinn Þór Elíasson, Svava Halldórsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir, Gyða Ólafsdóttir, Sigríður Ríkey Eiríksdóttir, Hrafnhildur Sigurbjartardóttir og Þóroddur Jónsson. Sýningin stendur til 9. maí og er opin á opnunartíma kaffihúsins Café Aróma.
26. apríl, fimmtudagur.
Nál og hnífur
Útsaumsmyndir Guðrúnar Bergsdóttur og útskurðarverk Gauta Ásgeirssonar
Tími: 15 (3)
Torg. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgata, 101 RVK
www.thjodminjasafn.is
Í Þjóðminjasafni Íslands er að finna fjöldan allan af listilega gerðum útsaumsverkum frá fyrri tímum. Guðrún Bergsdóttir býr til listaverk með nál, þræði og striga. Útsaumsverk hennar einkennast af sterkri hrynjandi lita og forma sem verða til samhliða vinnunni við útsauminn. Gauti Ásgeirsson vinnur verkin sín í tré. Hann sker út stórar fígúrur og minni hluti af mikilli list og færni en útskurður á sér mjög langa hefð meðal þjóðarinnar, eins og sjá má á öllum þeim fjölda útskorinna gripa sem finna má í safninu.
Sýningin stendur til 13. maí 2012.
Átta heimar
Tími: 15 (3)
Gangur. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgata, 101 RVK
www.thjodminjasafn.is
Sýning á verkum Inga Hrafns Stefánssonar, Guðmundar Stefáns Guðmundssonar, Halldóru Jónsdóttur, Sigurðar Reynis Ármannssonar, Grétu Guðbjargar Zimsen, Ásgeirs Ísaks Kristjánssonar, Gauta Árnasonar og Ólafs Þormars. Undanfarin ár hefur skólinn í samvinnu við símenntunarmiðstöð Fjölmenntar boðið upp á vinnustofu þar sem þátttakendur hafa unnið sjálfstætt að listsköpun sinni með aðstoð myndlistarmannanna Kristins G. Harðarsonar og Gerðar Leifsdóttur. Margir þátttakenda hafa verið í skólanum í sex ár á meðan sumir slógust í hópinn síðast liðið haust. Verkefni eru fjölbreytt og gefa áhugaverða innsýn inn í margslungna hugarheima. Sýning er opin til 13. maí 2012.