Verið velkomin í Hafnarborg á sumardaginn fyrsta.

Skjaldarmerkið hennar Skjöldu –

Atli Viðar Engilbertsson sýnir í Hafnarborg

 Á sumardaginn fyrsta verður sýningin Skjaldarmerkið hennar Skjöldu með verkum eftir Atla Viðar Engilbertsson opnuð í Sverrissal Hafnarborgar.

 Sýningin er liður í listahátíðinni List án landamæra.

Atli Viðar hefur á undanförnum árum verið afkastamikill fjöllistamaður, samið tónlist og ritverk og sýnt verk sín víða, meðal annars í Safnasafninu við Eyjafjörð. 

Verkin sem Atli Viðar sýnir nú í Hafnarborg eru lágmyndir og skúlptúrar, einkum úr pappa og öðrum endurnýttum hráefnum, en endurnýting hefur í gegnum tíðina verið sem rauður þráður í verkum hans. 

Í tengslum við sýninguna verður starfrækt listsmiðja fyrir börn og fullorðna þar sem unnið verður með pappa. Listsmiðjan verður opin á sumardaginn fyrsta milli kl. 16 og 18, en þátttaka er ókeypis og opin öllum. Sýning Atla Viðars stendur til 29. apríl. Safnið er opið til kl. 21 á sumardaginn fyrsta líkt og alla fimmtudaga.

578843_2990604328021_1349502488_2136749_2088155919_n.jpg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband