Opinn fundur í Reykjavík 11.janúar klukkan 11:00.

dwight-mackintosh.jpg

Miðvikudaginn 11. janúar klukkan 11 verður fundur í kjallara Hins hússins, Pósthússtræti 3-5,  í Reykjavík.

Aðalinngangur í húsið er frá Pósthússtrætinu en lyfta er inn í húsið úr porti Hafnarstrætismegin!

- List án landamæra er Listahátíð sem haldin er einu sinni á ári. Þar er pláss fyrir allskonar fólk og allskonar atriði.
 
- Fundirnir eru hugsaðir til hugarflugs, umræðna og skoðanaskipta um
hugmyndir fyrir hátíðina 2012.
 
- Á fundinum verður stutt kynning á hátíðinni. Hvað liggur fyrir í vor?
Og síðast en ekki síst: Hvað vilja þátttakendur og skipuleggjendur sjá gerast.
 
- Við leitum að atriðum og þátttakendum, til þátttöku í hátíðinni 2012 sem hefst 18.apríl 2012 og stendur yfir í um tvær vikur.
 
- Listafólk, aðstandendur listafólks, listnemar, leiðbeinendur, gallerýrekendur, leikhússtjórar, tónleikahaldarar, hugmyndasmiðir, smiðir  og aðrir sem áhuga hafa eru sérstaklega hvattir til að mæta.
 


Kær kveðja
Margrét M. Norðdahl, framkvæmdastýra Listar án landamæra
Netfang: listanlandamaera@gmail.com
Símanúmer: 691-8756


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband