Opinn fundur á Egilsstöðum 5.janúar og í Reykjavík 11.janúar
15.12.2011 | 13:35
Kæru vinir
Við hefjum nýja árið á tveimur kynningar og spjallfundum í Reykjavík og á Egilsstöðum.
Fimmtudaginn 5.janúar klukkan 11 verður fundur í Sláturhúsinu menningarmiðstöð á Egilsstöðum.
Miðvikudaginn 11. janúar klukkan 11 verður fundur í fundarsal Hins hússins 2.hæð, Pósthússtræti 3-5, í Reykjavík.
- List án landamæra er Listahátíð sem haldin er einu sinni á ári. Þar er pláss fyrir allskonar fólk og allskonar atriði.
- Fundirnir eru hugsaðir til hugarflugs, umræðna og skoðanaskipta um
hugmyndir fyrir hátíðina 2012.
- Á fundinum verður farið yfir hvað hefur verið að gerast. Hvað liggur fyrir í vor?
Og síðast en ekki síst: Hvað vilja þátttakendur og skipuleggjendur sjá gerast.
- Við leitum að atriðum og þátttakendum, til þátttöku í hátíðinni 2012 sem hefst 18.apríl 2012 og stendur yfir í um tvær vikur.
- Listafólk, aðstandendur listafólks, listnemar, leiðbeinendur, gallerýrekendur, leikhússtjórar, tónleikahaldarar, hugmyndasmiðir, smiðir og aðrir sem áhuga hafa eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Hlakka til að sjá ykkur sem flest.
Kær kveðja
Margrét M. Norðdahl, framkvæmdastýra Listar án landamæra
Netfang: listanlandamaera@gmail.com
Símanúmer: 691-8756