Við leitum að listamanni Listar án landamæra 2012!
13.12.2011 | 10:47
Listamaður hátíðarinnar 2012
Listahátíðin List án landamæra biður um tilnefningar um listamann Listar án landamæra 2012.
Árið 2011 var það listakonan Guðrún Bergsdóttir. Verk hennar prýddu allt kynningarefni hátíðarinnar og voru verk hennar til sýnis í Hafnarborg í Hafnarfirði.
Tilnefningar og ábendingar sendist í tölvupósti á netfangið: listanlandamaera@gmail.com, fyrir 15.janúar 2012.
Kær kveðja, stjórn Listar án landamæra
Mynd af Guðrúnu Bergsdóttur / Mynd af verki eftir Guðrúnu.