List án landamæra á Akranesi og Húsavík um helgina
13.5.2011 | 15:35
Lista-smiðjur á laugardegi
Tími: 14:00 til 17.00 (2-5)
Frístunda-miðstöðin Þorpið, Þjóð-braut 13, 300 Akranes
Lista-smiðjan Gaman-saman
Verkefnið Gaman-saman hófst á Akranesi vorið 2009. Aðverkefninu standa Frístundamiðstöðin Þorpið, Frístundaklúbburinn og Rauði kross Akraness. Kjarni verkefnisins er að leiða saman ólíka hópa barna, þ.e fötluð, ófötluð, af erlendum og innlendum uppruna með því að bjóða upp á skipulagt tómstundastarf og leyfa þeim að hafa gaman-saman og skynja fjölbreytileika mannlífsins sem eðlilegan hlut. Sérstök áhersla er lögð á kosti fjölmenningar með því að leyfa börnunum að kynnast ólíkum menningarheimum í gegnum virka þátttöku ( dans, leiklist,matargerð, tónlist, handverk, íþróttir ) Í ramma Gaman-saman verkefnisins á vorönn 2011 fór fram listasmiðja í umsjón Ólafar S. Davíðsdóttur. Það voru 20 börn á aldrinum 10-14 ára semtóku þátt í listasmiðjunni.
Listasmiðjur á Akranesi og Borgarnesi
Undanfarin 4-5 ár hefur verið starfrækt Listasmiðja fyrir fólk með fötlun, lengst í Borgarnesi en vorið 2009 bættist Akranes við og haustið 2010 bættust nemendur frá Hjúkrunarheimilinu Fellsenda við. Það er listakonan Ólöf S. Davíðsdóttir sem hefur haft umsjón með hópunum í margskonarlistsköpun. Þar hafa nemendur unnið verk m.a. úr mósaík, gleri, akrýlmálun,leir, járni, tréperlum og fleiru.
Listamenn frá Akranesi eru: Áslaug Þorsteinsdóttir, GuðrúnÓsk Ragnarsdóttir, Heiðrún Hermannsdóttir, Kristmundur Valgarðsson og Sigurður Smári Kristinsson
Listamenn frá Borgarnesi eru: Arnar Pálmi Pétursson, Árni Ásbjörn Jónsson, Ásmundur Þór Guðmundsson, Guðmundur Ingi Einarsson, Guðmundur Stefán Guðmundsson, Helga Björg Hannesdóttir, Hildur Björnsdóttir og Ölver Þráinn Bjarnason
List án landamæra á Húsavík
Tími: 14 17 (2-5)
Setrið geðræktarmiðstöð, Árgötu 12 og Samkomuhúsið á Húsavík
Dagskrá í Setrinu
Spuni úr sauðkind og fleiri kynjaverum
Sýning á verkumnotenda Setursins þar sem þemað er íslenska kindin. Til sýnis og sölu verða munir úr ull, lopa og ýmsu fleiru.
Café Manía
Á meðan sýningu stendur verður boðið upp á kaffiveitingar á vægu verði í Café Manía sem staðsett er í Setrinu
Leik-sýning Miðjunnar í Samkomu-húsinu á Húsavík
Spé og spuni
Notendur og starfsfólk Miðjunnar sýna skemmtilegt leikverk í samstarfi við Leikfélag Húsavíkur. Sýnt verður í Samkomuhúsinu á Húsavík klukkan 14 (2).