Fg í Gallerí Tukt og söngkeppni Tipp topp
11.5.2011 | 10:37
Starfs-braut FG opnar í Gallerý Tukt klukkan hálf fimm í dag miðvikudag.
Gallerí Tukt, Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík
www.hitthusid.is , www.fg.is
Sýning nemenda starfsbrautarinnar í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ endurspeglar afrakstur vetrarins. Þar má finna furðudýr og kynjaverur úr textíl, tvívíð verk unnin með fjölbreyttum aðferðum, lagskiptar myndir unnar á persónulegan hátt í Photoshop. Hreyfimyndagerð með stop-motion tækninni unnin með fjölbreyttum aðferðum, meðal annars með leir.Sýnendur eru:Alexandra Eva Matthíasdóttir, Árni Kristinn Alfonsson, Egill Steinþórsson, Erik Númi Christansen, Jakob Alexander Aðils, Jóhann Theodór Þórðarson, Jónatan Nói Snorrason, Haraldur Jóhann Haraldsson, Hringur Úlfarsson, Tara Þöll Danielsen og Sylvía Daðadóttir.Kennarar eru: Ingibjörg Ólafsdóttir, Jóhanna M. Tryggvadóttir og Sari M. Cedergren. Sýningin stendur til 28.maí og er opin frá kl. 9 17 (9-5)alla virka daga og á þriðjudögum til kl.22 (10).
Söng-keppni Tipp Topp
Húsið opnar kl.17 (5) Keppni hefst klukkan 19 (7)
Kjallari Hins hússins, Pósthússtræti 3-5
Inngangur fyrir hjólastóla er Hafnarstætismegin.
www.hitthusid.is
Tipp Topp er opið félagstarf fyrir fólk með fötlun á aldrinum 16 40 ára. Þau halda nú sína árlegu söngkeppni. Þar verða veitt verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin ásamt ýmsum skemmtilegum aukavinningum eins og fyrir sviðsframkomu og búning svo eitthvað sé nefnt.Síðasti dagur skráningar í keppnina er föstudaginn 29.apríl.