Föstudagur og fjöldi áhugaverðra viðburða í Reykjavík og á Akureyri.

 6_mai_hoffmannsgallery_1081791.jpg

6.maí, Föstu-dagur í Reykjavík 

Hádegismálþing í Þjóðminjasafninu

Undanfarin ár hefur umræða um aðgengi fatlaðra að söfnum og sýningum og þátttöku þeirra í sköpun og sýningagerð aukist til muna.

Þjóðminjasafnið vill efla þessa umræðu og efnir því til hádegismálþings föstudaginn 6. maí kl. 12-13 (12-1) í fyrirlestrasal safnsins. Málþingið er haldið í samstarfi við List án landamæra.

Fyrirlesarar á þinginu eru þrír: 

Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í fötlunarfræði við HÍ: Fötlun, list og fötlunarlist 

Sigurjón Baldur Hafsteinsson lektor í safnafræði við HÍ: Fötlun, söfn og safnafræði 

Margrét H. Blöndal myndlistarmaður: Tilraunastofa í myndlist

 

Opið hús, sýningar og uppá-komur hjá Bjarkarási

Tími: 14 – 18 (2-6)Stjörnugróf 9 

www.styrktarfelag.is 

Bjarkarás er hæfingarstöð fyrir fólk frá 25 ára aldri. Í Bjarkarási eru unnin alls kyns verkefni fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Þar er einnig gróðurhús þar sem ræktað er dýrindis grænmeti með lífrænum aðferðum.

 

Vinnustofa 2010-11 í Hoffmanns-galleríi

Tími: 17:00 

Hoffmannsgallerí er staðsett í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar á 4. hæð JL hússins við Hringbraut 121.


Á sýningunni eru verk eftir 7 listamenn sem hafa unnið í nokkurs konar vinnustofu í Myndlistaskólanum í Reykjavík í vetur.Myndefni og vinnuaðferðir listamannanna eru mjög fjölbreyttar og spegla persónuleika og sýn listamannanna á lífið og umhverfi sitt. 

Sýningin er opin alla virka daga frá 9:00 - 17:00 og stendur fram á haust. Listamennirnir eru:
Ásgeir Ísak Kristjánsson, Elín S.M. Ólafsdóttir, Gréta Guðbjörg Zimsen, Guðmundur Stefán Guðmundsson, Ingi Hrafn Stefánsson, Ísak Óli Sævarsson, Tanya Sjöfn Mangelsdorf. Leiðbeinandi er Kristinn G. Harðarson

 6_og_7_mai_ge_listarhopurinn.jpg

Föstudagur á Akureyri

Vor-markaður og opið hús í Skógar-lundi

Tími: 9.30-11.30 og 13-15.30 (hálf 10 – hálf 12 og 1 – hálf 4)

Skógar-lundur, Birki-lundur Hæfingar-stöð
www.skogarlundur.hlutverk.is, Skógar-lundur er á Facebook

 

Vor-markaður og opið hús verður 5. og 6. maí. Skógarlundur, Birkilundur hæfingarstöð er dagþjónusta fyrir fötluð ungmenni og fullorðið fatlað fólk. Unnið er að skapandi starfi á fjórum verkstæðum, pappír og kort, textíl, tré og leir og gler. Skemmtilegir og öðruvísi listmunir eru til sölu og opið verður inná deildir í húsinu þar sem gestir geta kynnt sér  fjölbreytt starf .  Við minnum á að alltaf er hægt að koma og versla, en við tökum ekki kort. 

Geðveggur

Tími: 12:30 (hálf 1)

Penninn-Eymundsson, göngu-götunni Akureyri


Höfundur að Geðveggnum er Ragnheiður Arna Arnarsdóttir. Hún er meðal annarra hlutverka ljóðskáld, sálfræðinemi, meðlimur í Geðlist og notandi geðheilbrigðiskerfisins.Verkið er hugsað til þess að vekja umræðu um geðheilbrigðismál. Auka vitneskju um greiningar á geðsjúkdómum og á því að manneskja með geðsjúkdóm er ekki sjúkdómurinn. Tökum geðsjúkdóma upp úr skúffunum.  

Skógar-vörður Geðlistar

Tími: 17:00 (5)

Kjarnaskógur, 601 Akureyri

Geðlist er á Facebook

Afhjúpun, skírn og vígsla 5 metra Skógarvarðar í Kjarnaskógi. 

Á boðstólum verður ljóðalestur, tónlistaratriði og góður gestur fenginn til vígslu.  í Geðlist eru Stefán Fjólan, Vilhjálmur Ingi Jóhannsson, Brynjar Freyr Jónsson, Finnur Ingi Erlendsson og Ragnheiður Arna Arnarsdóttir.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband