5.maí. Guđrún Bergsdóttir og Jón B.K. Ransú í Hafnarborg - Speglun í sal Íslenskrar grafíkur
4.5.2011 | 23:10
Abstrakt - JBK Ransú og Guđrún Bergsdóttir
5. maí - 19. júní 2011
í Sverrissal Hafnarborgar
Opnun klukkan 16 (4) fimmtudaginn 5.maí
Fimmtudaginn 5. maí kl. 16 verđur opnuđ forvitnileg sýning í Hafnarborg. Hér er á ferđinni stefnumót tveggja listamanna, međ ólíkan bakgrunn og afar mismunandi vinnuađferđir. Ransú er ţekktur fyrir sterk abstrakt málverk en Guđrún saumar út undraverđar myndir ţar sem flćđa saman litir og form. Hliđ viđ hliđ á veggnum mćtast verk ţeirra í heimi lita og forma.
Guđrún Bergsdóttir stundađi nám viđ Öskjuhlíđarskóla og hefur sótt fjölda námskeiđa í textíl og saumum hjá Fullorđinsfrćđslu fatlađra, nú Fjölmennt. Hún hefur haldiđ einkasýningar á verkum sínum, m.a. í Gerđubergi og á Mokka, og tekiđ ţátt í samsýningum. Guđrún vinnur verk sín í útsaum sem tengist málverkinu sterkum böndum hún skapar myndverk sín jafnóđum á útsaumsfletinum á sama hátt og stćrđ strigans ákvarđar ytri mörk málverksins. Myndir hennar einkennast af sterkri hrynjandi lita og forma.
JBK Ransu er menntađur í myndlist frá Akademie voor Beeldende Kunst í Enschede í Hollandi og National College of Art and Design í Dyflinni á Írlandi. Hann á ađ baki fjölda einkasýninga og samsýninga hérlendis og erlendis frá námslokum. Í list sinni hefur Ransu gagngert unniđ međ málverkiđ. Fyrst og fremst ákveđna ţćtti úr sögu málaralistarinnar en ekki síđur međ skynjun áhorfandans á samspili lita og forma.
Listamannsspjall Guđrún Bergsdóttir og Margrét M. Norđdahl Sunnudag 8. maí kl. 15
Listamannsspjall JBK Ransú miđvikudag 1. júní kl. 20
Hafnarborg er opin alla daga frá kl. 12 17 en á fimmtudögum er opiđ frá kl. 12 -21 á kvöldin.Lokađ ţriđjudaga. www.hafnarborg.is
List án landamćra í sal Íslenskrar Grafíkur
Ísak Óli Sćvarsson Hildur Ýr Viđarsdóttir Sigrún Huld Hrafnsdóttir
Félagiđ Íslensk grafík í samstarfi viđ List án landamćra stóđ ađ ţrykknámskeiđi í einţrykki dagana 12. 13. apríl á verkstćđi félagsins í Hafnarhúsinu. Eitt af markmiđum Listar án landamćra er ađ koma list fólks međ fötlun á framfćri og koma á samstarfi á milli fatlađs og ófatlađs listafólks. Nokkrir međlimir félagsins önnuđust listsmiđjuna ţćr Irene Jensen, Elísabet Stefánsdóttir, Díana Hrafnsdóttir og Gunnhildur Ţórđardóttir. Mikil stemmning myndađist á námskeiđinu og er augljóst ađ ţar eru mjög hćfileikaríkir einstaklingar á ferđ. Ţeir sem tóku ţátt voru Hanna Lilja Bjarnadóttir, Kristján Kristjánsson, Hugrún Dögg Ţorfinnsdóttir, Ísak Óli Sćvarsson, Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Hildur Ýr Viđarsdóttir. Öll voru ţau ađ kynnast grafíktćkni í fyrsta sinn ţrátt fyrir ađ nokkur ţeirra séu mjög virk í listsköpun. Afrakstur námskeiđsins verđur hćgt ađ nálgast á örsýningunni Speglun í sal félagsins dagana 5. 8. maí og er opiđ kl. 14-17. Ađgangur ókeypis en sýningin opnar á fimmtudag kl. 18.
Nánar um listamennina:
Ísak Óli er viđ nám í myndlistaskóla Reykjavíkur og sýnir verk sín í Hoffmannsgalleríi 6.maí. Hann hefur haldiđ fjölda sýninga og heldur úti heimasíđunni: www.isakoli.com. Sigrún Huld hefur einstakan myndheim og sýnir verk sín á Listahátíđinni List án landamćra 30.apríl á Mokka kaffi. Sigrún hefur haldiđ fjölmargar einkasýningar og tekiđ ţátt í mörgum samsýningum. Hugrún Dögg er međlimur í sönghópnum Blikandi stjörnum sem hefur hlotiđ margar viđurkenningar, innlendar og erlendar. Hugrún stundar einnig nám viđ Fjölmennt. Kristján Kristjánsson stundar nám viđ Fjölmennt í Reykjavík og reynir fyrir sér í listinni. Hildur Ýr er nemandi í Ármúlaskóla og stundar tónlistarnám. Hún er einnig fastur gestur í Hinu húsinu. Hanna Lilja Bjarnadóttir starfar hjá 365 prentmiđlum. Hún hefur lagt stund á myndlistarnám hjá Listasmiđju Lóu og tekiđ ţátt í samsýningum.
Nánar um félagiđ Íslensk grafík á www.islenskgrafik.is og á facebook