Iðnó og Bakkus

4_mai_blikandistjornur_i_i_no.jpg

 

Kærleiks-kofi Tjarnar-leikhópsins og Blikandi Stjörnur í Iðnó

Tími: 16:30 (hálf 5)

Iðnó, við Reykjavíkur-tjörn

Sönghópurinn Blikandi Stjörnur 11 ár og áfram!  

Blikandi Stjörnur hafa starfað sleitulaust síðan árið 2000 og fagna því 11 ára afmæli á þessu ári. Þau fagna með því að flytja þverskurð af þeim ótal lögum sem þau hafa flutt á ferli sínum; dægurlögum, söngleikjalögum, íslenskum og erlendum.

 

Tjarnarleikhópurinn frumsýnir nýtt verk, Kærleikskofann, eftir hópinn.

Drög að verkinu voru skrifuð í vinnuferð hópsins sem dvaldi helgi á Hótel Glymi.

Leikritið gerist á hótelinu Kærleikskofanum þar sem skautlegar persónur hittast í ýmsum tilgangi. Leikstjórar eru: Guðný María Jónsdóttir og Guðlaug María Bjarnadóttir. Leikarar Syningarinnar eru:Andri Freyr Hilmarsson, Auðun Gunnarsson, Arnbjörg María Jónsdóttir, Ástrós Yngvadóttir, Bjarki Erlingsson, Edda Sighvatsdóttir, Elín S. M. Ólafsdóttir, Gísli Björnsson, Guðmundur Stefán Guðmundsson, Halldór Steinn Halldórsson, Halldóra Jónsdóttir, Hildur Sigurðardóttir,Íris Björk Sveinsdóttir, Rut Ottósdóttir og Sigurgeir Atli Sigmundsson.


Átaks- og Fjölmenntar-kvöld á Bakkusi

Tími: 19:30 – 23 ( hálf 8 - 11)

Bakkus, Tryggvagötu 22, 101 Rvk

Átak er kröftugt félag fólks með þroskahömlun.  Í kvöld verður skemmtileg dagskrá þar sem margir félagar í Átaki koma fram.  Meðal gesta verður Magnús H. Sigurðsson tónlistarmaður. 

Á eftir Átaks hópnum stíga á stokk þrjár flottar hljómsveitir sem eru mörgum kunnugar. Hljómsveitirnar æfa hjá Fjölmennt, símenntunar-og þekkingarmiðstöð, og heita Hraðakstur bannaður, Plútó og The moonlight band.  Kynnir kvöldsins er Skúli Steinar Pétursson.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband