Lækjarlitir og Leikhús Listamanna á þriðjudegi.
2.5.2011 | 14:47
Tengill á dagskrárbæklinginn er vinstra megin á síðunni
2 viðburðir eru á dagskrá Listar án landamæra þriðjudaginn 3.maí.
Lækjar-litir í Café AromaTími: 14 (2)
Fjarðargötu 13-15, Hafnarfirði

www.redcross.is/laekur
Myndlistarsýning listafólks frá Læk sem ber yfirskriftina Lækjarlitir. Markmið Lækjar er að auka lífsgæði fólks sem átt hefur við sálræna eða geðræna erfiðleika að etja með því að draga úr félagslegri einangrun og styrkja þannig andlega og líkamlega heilsu. Frá upphafi hefur verið lögð mikil áhersla á listir og haldin eru námskeið í myndlist á hverju ári. Myndirnar voru málaðar á námskeiðum sem voru haldin í Læk á síðastliðnum vetri. Sýnendur eru: Guðrún Guðlaugsdóttir, Kristinn Þór Elíasson, Jónína Guðmundsóttir, Jónína Gyða Ólafsdóttir, Margrét Héðinsdóttir, María Strange, Smári Eiríksson og Svava Halldórsdóttir. Leiðbeinandi á námskeiðunum var Kristinn Þór Elíasson myndlistarmaður.Sýningin stendur til 15.maí og er opin á opnunartíma kaffihússins.
Leikhús lista-manna
Tími: 21( 9 )
Þjóð-leikhús-kjallarinnHverfis-götu, 101 Reykja-vík
Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason, Ragnar Kjartansson, Snorri Ásmundsson, Saga Sigurðardóttir, Margrét Bjarnadóttir og fleiri óvæntir gestir munu setja upp nýleg verk á sviði Þjóðleikhúskjallarans í kvöld. Þar á meðal er atriði á vegum Listar án landamæra en hún Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir ofurkona treður upp. Uppsetningin er nokkurs konar blanda af Soirée eins og það var kallað í París á sínum tíma, og "Leikhúsi Listamanna". Kvöldstund þar sem listamenn deila nýlegum verkum með sjálfum sér og áhorfendum. Leikhús Listamanna var upphaflega stofnað í Klink og Bank árið 2004. Þar komu saman listamenn úr öllum áttum og sviðsettu listaverk sín. Verkin voru sjaldan æfð fyrirfram, og léku listamennirnir í verkum hvors annars. Aldrei er hægt að vita við hverju er að búast á kvöldum sem þessum.