Sunnudagur til sælu á Sólheimum

Síðasta sýningarhelgi á Verndarenglunum

 Verndarenglar Ævintýrinu er að ljúka. Lokasýning Sunnudaginn 1. maí klukkan 15:00.

Leikritið er samið sérstaklega fyrir Sólheima af Þórnýju Björk Jakobsdóttur sem leikstýrir einnig verkinu. Rauði þráðurinn í leikritinu er baráttan við einelti og koma ýmsar furðuverur við sögu, svo sem álfar, tröll og huldufólk, ásamt verndarenglunum sem leikritið heitir eftir. Lárus Sigurðsson samdi tónlistina við verkið. Mikið er um söng og gleði og er leikritið við hæfi allra aldurshópa. þess má geta að Leikfélag Sólheima verður 80 ára í ár og er þar með eitt elsta starfandi áhugamannaleikfélag á landinu." skemmtileg sýning og fallegur söngur "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband