16 dagar
13.4.2011 | 12:01
Í gær, og aftur í dag, er ör námskeið í grafík hjá ´´Íslenskri Grafík´´ í Hafnarhúsinu. Þær Elísabet, Irene og Gunnhildur leiðbeina hópnum og gefa vinnu sína við þetta frábæra verkefni. (Takk elsku þið, þið eruð frábærar)
Hér eru myndir frá upphafi námskeiðsins. Afraksturinn verður svo sýndur á List án landamæra í maí.