´´Creative Growth Art Center´

Miðvikudaginn 2. mars kl. 12 verður áhugaverður hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands í samstarfi við List án landamæra.

Fyrirlesari er Sara Marcell Maynard frá „Creative Growth Art Center“, gallerí og listamiðstöð í Oakland í Kaliforníu.

Growth er virt gallerí og listamiðstöð þar sem fullorðið fólk með fötlun vinnur að list sinni, fær aðstoð við sýningahald og kynningu. Sara leiðbeinir þar ásamt fleiri listamönnum og gefur okkur nú færi á að kynnast því spennandi starfi sem þarna fer fram.

Hægt er að kynna sér Creative Growth á netinu, en slóðin er: www.creativegrowth.org

Fyrirlesturinn fer fram á ensku . Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

noname.gif 

Athugið að fyrirlesturinn verður túlkaður jafnóðum með texta á íslensku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband