Leitum að sýnendum - samsýning í Ráðhúsi Reykjavíkur

isak-1 

Samsýning í Ráðhúsi Reykjavíkur 

List án landamæra 2011  

Sæl öll. 

Sam-sýning verður í Ráðhúsi Reykja-víkur á dagskrá Listar án landamæra í vor.Sýningin mun opna 29. apríl (í kjölfar opnunar-hátíðar sem hefst kl.17), og stendur til 4.maí. 

Því miður er þetta stuttur tími! Þó má gera ráð fyrir að fjöl-margir nái að sjá sýninguna á opnunar-deginum og um þá helgi.  

Það komast um 15 sýnendur að í sam-sýningunni í Ráðhúsinu.
Hver og einn sýnandi sem sýnir á vegg, hefur pláss á einum fleka sem er ca. 1,50 m í þvermál og ca. 2,50 m á hæð. Myndir má hengja á ýmsa vegu. Ágætis pláss er í miðju salarins og má þar stilla fram þrívíðum verkum. Einnig er möguleiki á að sýna myndbands-verk.
 

Þeir sem áhuga hafa mega gjarnan senda á mig tölvu-póst og lýsa því sem þeir hafa hug á að sýna. (Hvort það eru málverk eða frí-standandi verk).

Frestur til að sækja um að sýna er til þriðju-dagsins 1.mars.


Hlakka til að heyra frá ykkur, 
Bestu kveðjur, Margrét N. 

listanlandamaera@gmail.com
691-8756


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband